Hver grunnskólanemandi kostar sveitarfélög 1 milljón

mbl.is/ÞÖK

Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.072.884 krónur samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda á grunnskólum árið 2007 reyndist vera 960.502 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2007 til september 2008 var metin um 11,7%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina