Ná þarf sátt um nýtt siglingakerfi

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Kristinn

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að skapa þurfi víðtæka sátt um nýtt siglingakort við gerbreyttar aðstæður í efnahagsmálum.

„Þar þurfa að koma að ríkisstjórnin, samtök atvinnurekenda, ASÍ, BSRB  og þar þarf  allt að vera undir: Seðlabankinn, peningastefnan, myntin og Evróða, og  allt þar að lúta því lögmáli, sem forsætisráðherra hefur lagt, þar sem allt ræðst af bláköldu hagsmunamati. Það kann vel að vera að sú staða sem nú er komin upp breyti sýn fjölmargra, til dæmis á það hvert beri að stefna varðandi Evrópu," sagði Össur.

Hann sagði að undirstaðan væri traust gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir hefðu sennilega sjaldan staðið betur. Ríkisstjórnin hefði haft forustu um ýmiskonar uppbyggingu, menntamála, rannsókna, ferðaþjónustu og sprotafyrirtæki. „Á morgun mun ég taka þátt í því ásamt tveimur öðrum ráðherrum að stofna hátæknivettvang sem á að skýra sýnina til næstu 10 ára," sagði Össur.

Hann sagði, að í atburðarásinni með Glitni hefði ríkisstjórnin þurft að tefla hraðskál og við það sýnt festu og ábyrgð, hugsað um hagsmuni almennings, treysta fjármálalegan stöðugleika í landinu og ekki síst verndað sparifjáreigendur.  Hann sagðist lýsa því yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að innistæður sparifjáreigenda verði varðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert