Leigan hækkað um 31.500 krónur á mánuði

mbl.is

„Ég hef verið hér í ár og leigan hjá mér hefur hækkað um 31.500 íslenskar krónur á mánuði frá fyrstu húsaleigu, sem var í september 2007, til þessarar sem ég borga í dag,“ segir Sesselja Gunnarsdóttir, nemandi í meistaraprófsnámi í CBS í Kaupmannahöfn (Copenhagen Buisness school).

„Ég fæ góða hjálp frá foreldrum mínum til að stunda nám hérna úti, því námslánin ein framfleyta mér á engan hátt, og þetta ástand bitnar vel á þeim. Þau þurfa að reiða fram meiri pening nú en áður.

„Vöruverð er orðið mun hærra auk þess sem ég finn hvað ég þarf að passa vel upp á peninginn minn. Það er ekkert hægt að leyfa sér mikið. Sem dæmi má taka að bjór í miðbæ Kaupmannahafnar kostar um 950 krónur í dag.“

Námslán háð tekjum

Sesselja segir að henni þyki verst að námslán frá LÍN er háð tekjum og því atvinnuletjandi fyrir námsmenn. Tekjuskerðing námslána er 10% sem er agalegt. Ég er með aukavinnu hér úti til að ná endum saman en það er mjög svekkjandi að þurfa að horfa á eftir peningunum sem ég vinn mér inn tapast við tekjuskerðingu námslánanna sem kemur í kjölfarið. Það hafa margir kvartað undan þessu þar sem það er einstaklingurinn sem tekur námslán sem þarf að borga hvern einasta aur þess til baka og því skil ég ekki að það skipti Lánasjóð íslenskra námsmanna máli hvort viðkomandi hafi tök á því að vinna með skóla eða ekki.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert