Borgin kynnir aðgerðaráætlun

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Borgarstjórn Reykjavíkur mun á fundi borgarstjórnar kl. 14 í dag kynna nýja aðgerðaráætlun sem miðar að því að tryggja grunnþjónustuna í borginni, ná alt að 15% sparnaði í innkaupum borgarinnar og tryggja að ekki verði framkvæmdastopp hjá borginni.

„Við teljum að þetta séu mjög sterk og góð skilaboð sem við erum að gefa inn í samfélagið á þessum tímamótum,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Minnir hann á að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi verið lögð á það áhersla að gerð yrði sérstök aðgerðaráætlun vegna breytinga í atvinnu- og efnahagsumhverfi.

„Við erum búin að vinna að því allar götur síðan og buðum minnihlutanum í borginni að taka þátt í þessu starfi sem þeir hafa gert. Þannig að þetta er í rauninni þverpólitísk niðurstaða sem við erum að kynna,“ segir Óskar og tekur fram að hann geri sökum þessa ráð fyrir því að aðgerðaráætlunin verði samþykkt samhljóða af öllum borgarfulltrúum á fundinum. 

Aðspurður hvað aðgerðaráætlunin feli í sér segir Óskar: „Hún snýr að því að við ætlum að tryggja það að ekki verði skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkurborgar að svo stöddu. Fólki verður ekki sagt upp störfum, en við munum hins vegar halda að okur höndum í nýráðningum auk þess sem við munum gæta aðhalds og sparnaðar,“ segir Óskar og tekur fram að lausafjárstaða borgarinnar sé sterk eftir sem áður.

„Við látum öll svið borgarinnar mæta þeim verðlagsbreytingum sem orðið hafa á árinu 2008 með aukinni hagræðingu í rekstri. Á þeirri aðgerð einni spörum við 2,2 milljarða króna. “ 

Að sögn Óskars lýtur aðgerðaráætlunin fyrst og fremst að því hvernig borgaryfirvöld ætli að bregðast við núna sem og út árið 2008, en jafnframt verði hún upptaktur að því hvernig menn ætli að vinna fjárhagsáætlunina fyrir árið 2009. Spurður hvort borgarbúar megi búast við frekari  gjaldskrárhækkunum svarar Óskar því til að það verði alla vega engar hækkanir út þetta ár.

„Við munum haga fjárfestingarplaninu hjá okkur þannig að við munum endurskoða framkvæmdir sem kalla á aukinn rekstur borgarinnar og þannig ná fram sparnaði. Við viljum senda út þau skilaboð að það verði ekkert framkvæmdastopp hjá borginni, þó vissulega verði aðeins breyttar áherslur. Við munum þannig reyna að haga okkar framkvæmdum þannig að við munum einblína fremur á þær framkvæmdir sem eru að skila okkur tekjur í framtíðinni og eru mannaflsfrekar, til þess að koma þannig til móts við samdrátt í byggingariðnaði sem við stöndum frammi fyrir núna.“

Að sögn Óskar felst í aðgerðaráætluninni jafnframt tillaga um endurskoðun á öllum úthlutunarreglum borgarinnar á lóðum. „Það hefur verið mikil fækkun í eftirspurn eftir byggingalóðum. Allar úthlutunarreglum borgarinnar verða endurskoðaðar með það að markmiði að laða fólk til okkar,“ segir Óskar og vísar þar til bæði lóðaverðs og greiðslukjara.

Óskar Bergsson
Óskar Bergsson mbl.is/Billi
mbl.is

Innlent »

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

20:35 Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á sem fullkomnastan villugreinanda sem sést hefur. Meira »

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

20:21 Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn. Meira »

„Þessi gaur er goðsögn!“

19:42 „Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið. Meira »

Síminn stærstur á ný

19:29 Síminn hefur mestu markaðshlutdeild símafyrirtækja á farsímamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um stöðuna á markaðnum í árslok 2018. Í árslok voru 34,5% landsmanna með farsíma hjá Símanum, 32,1% hjá Nova og 31,1% hjá Vodafone/Sýn. Meira »

Mjaldrarnir lenda á miðvikudag

18:50 „Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli um allan heim,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen. Meira »

Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

18:02 Háskólinn á Akureyri útskrifaði á laugardaginn fyrstu nemendur landsins með BA-próf í lögreglu- og löggæslufræði og auk þeirra vænan hóp með diplómapróf fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt sagði mbl.is frá þessu nýja háskólanámi norðan heiða. Meira »

Ók tryllitækinu á 182 km hraða

17:25 Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni. Meira »

Lýðveldiskaka, kandífloss og hoppukastalar

16:59 Það var margt um manninn í miðborg Reykjavíkur í dag enda af nógu að taka. 75 metra lýðveldiskaka, einn metri fyrir hvert ár lýðveldisins, stóð gestum og gangandi til boða, auk hoppukastala, andlitsmálningar, kassabíla, kandífloss, tónlistaratriða og þar fram eftir götunum. Meira »

Stemningin á Akureyri í myndum

16:32 17. júní á alltaf sérstakan sess í hugum Akureyringa, en auk þess að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan fögnuðu Akureyringar um 150 stúdentsefnum sem útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri í dag. Meira »

Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðu

15:47 Halldóra Geirharðsdóttir og Bogi Ágústson voru meðal sextán íslendinga sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Meira »

Slökkvilið loftræsti grænlenskan togara

15:31 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfninni í Skarfagarði í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Þar hafði grænlenskur fiskibátur lagt að landi og beðið um aðstoð við að loftræsta, en ammoníak hafði lekið í bátnum. Meira »

Haraldur borgarlistamaður Reykjavíkur

15:00 Haraldur Jónsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða.  Meira »

Féll af mótorhjóli í Reykjanesbæ

14:35 Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fallið af mótorhjóli við Mánatorg í Reykjanesbæ. Meira »

Borgarstjóri kom manni til aðstoðar

12:12 Karlmaður á miðjum aldri hneig niður meðan á athöfn stóð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík þegar lagður var blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. Meira »

„Ísland þorir, vill og get­ur“

11:39 „Þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi á Austurvelli. Meira »

Hátíðardagskrá 17. júní um landið

10:43 Að venju verður mikið um hátíðarhöld og skemmtanir af ýmsu tagi í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Mbl.is tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum og er af nógu að taka. Meira »

Æ algengari sjón í Heiðmörk

08:18 „Friðlaus fjallarefur, fast á jaxlinn bítur. Yfir eggjagrjótið eins og logi þýtur,“ orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi eitt sinn. Meira »

Hiti fyrri hluta júní yfir meðaltali

07:57 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 daga júnímánaðar var 10 stig sem er 1,4 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1961-1990 og +0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í færslu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meira »

Aðstaða skapar áhuga

07:37 „Eftir því sem aðstaða fyrir hjólreiðafólk verður betri og leiðirnar greiðfærari eykst áhuginn,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...