Vísindin ráða

Brynjar Gauti

Afstaða forsætisráðherra gagnvart álversbyggingu á Bakka er óbreytt og hann efast ekki um að Samfylkingin vilji koma því í höfn. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Höskulds Þórhallssonar, þingmanns Framsóknar, á Alþingi í dag. Höskuldur vildi að framkvæmdum við álver í Helguvík og á Bakka væri flýtt svo mikið sem hægt er vegna efnahagsástandsins og að tilraunaboranir yrðu heimilaðar á Bakka.

Geir var einnig spurður út í möguleikann á að auka þorskveiðiheimildir og sagði hann ekki hægt að hrapa að breytingu á þeirri ákvörðun sem tekin var um niðurskurð í þorskveiðiheimildum enda væri hún byggð á vísindalegum grunni. „Það væri óskynsamlegt af mér að lýsa því yfir að slík ákvörðun stæði til,“ sagði Geir.

mbl.is

Bloggað um fréttina