Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti

Í viðtali við fréttavef Aftenposten í Noregi í gær segir Geir H. Haarde forsætisráðherra að ekki sé lengur hætta á að íslenska ríkið verði gjaldþrota. Þeirri hættu hafi verið afstýrt með því, að ríkið taki ekki ábyrgð á erlendum skuldum íslensku viðskiptabankanna.

Þá er ennfremur haft eftir Geir, að hann telji að Ísland muni komast úr bankakreppunni án aðstoðar frá Norðurlöndunum.

Frétt Aftenposten má lesa hér.

mbl.is