Borgað fyrir að yfirtaka lán

Range Rover til sölu. Sá sem vill hann fær áttahundruð þúsund krónur en þarf að yfirtaka 5,2 milljóna bílalán. Þannig hljómaði auglýsing í morgun en fjöldi fólks reynir nú að losna við bílalán með öllum mögulegum ráðum.

Baldur Freyr Stefánsson hjá bílasölunni Netbílum segir ástandið á bílamarkaði, gríðarlega erfitt. Mjög margir séu tilbúnir að neyta allra ráða til að losna frá íþyngjandi bílalánum, jafnvel reiða fram hluta af mismuninum því  lánin hafi hækkað langt umfram upphaflegt kaupverð bílsins.

Lánafyrirtækið líta slík viðskipti illu auga og vilja fá peningana upp í lánið en þá losnar fólk ekki við eftirstöðvarnar sem hækka og hækka. Baldur Freyr segir einn kunningja sinn borga af átján milljóna króna bílaláni sem hafi upphaflega verið innan við tíu milljónir. Afborgunin sé 275 þúsund á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina