Útvarpsviðtal lagði Kaupþing á hliðina

Gordon Brown og Alistair Darling.
Gordon Brown og Alistair Darling. Reuters

Í morgunútvarpi breska ríkisútvarpsins BBC, síðastliðinn miðvikudag, sagði Alistair Darling á blaðamannafundi, fjármálaráðherra Bretlands, að íslensk stjórnvöld ætluðu sér ekki að ábyrgjast innlánsreikninga 300 þúsund Breta upp á 450 til 500 milljarða króna. „Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá ætla þeir ekki að standa við skuldbindingar sínar,“ sagði Darling um Íslendinga. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, bætti svo um betur og sagði ljóst að Bretar myndu leita réttar síns ef íslensk stjórnvöld ábyrgðust ekki innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans. Á þessum tíma voru milljónir Breta að hlusta eins og alltaf á þessum tíma dags.

Innistæður hjá Icesave voru með hefðbundinni tryggingu samkvæmt íslenskum lögum, 21 þúsund evrur eða um þrjár milljónir króna. Til viðbótar er svo 50 þúsund punda trygging, jafnvirði ríflega 10 milljóna króna, frá breskum stjórnvöldum.

Dýrkeyptur misskilningur

Eftir viðtalið við Darling varð ekki aftur snúið. Viðskiptavinir Icesave fylltust hræðslu og ótta. Áhrifin á starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í London, Singer and Friedlander, urðu strax mikil. Fólk hóf í kjölfar viðtalsins við Darling að taka peninga út af reikningum Kaupþing Edge. Ólíkt fyrirkomulaginu hjá Icesave þá ábyrgist breska ríkið innlánsreikninga Kaupþing Edge.

Orðrómurinn á markaðnum, um að íslensku innlánsreikningarnir væru ekki traustir, hafði gríðarlega hröð áhrif á Kaupþing. Fjárhæðir streymdu út af innlánsreikningum Kaupþings í Bretlandi, þrátt fyrir að staða Landsbankans og Kaupþings væri ekki sambærileg. Nema að því leyti að báðir bankarnir eru íslenskir.

Strax var byrjað á því að selja eignir hratt, til þess að reyna að bjarga Kaupþingi. Starfsmenn bankans unnu baki brotnu að því að reyna að bjarga bankanum, bæði í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni og í London.

Eftir því sem leið á daginn varð ljóst að orð Darlings og Browns höfðu skaðað Kaupþing, og íslenska hagkerfið í heild, of mikið.

Fjármálaeftirlitið hóf afskipti af málefnum Kaupþings seinni partinn í gær og tók skilanefnd yfir starfsemi bankans um nóttina eftir samræður milli stjórnenda bankans – með Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra, Ingólf Helgason framkvæmdastjóra og Sigurð Einarsson stjórnarformann fremsta í flokki – og fulltrúa Fjármálaeftirlitsins.

Eftir „mikla baráttu“ við að bjarga bankanum, eins og einn viðmælenda 24 stunda komst að orði, urðu stjórnendur bankans að játa sig sigraða.

Deilt um ábyrgð

Fjármálaeftirlitið í Bretlandi tók yfir Icesave-reikninga í Bretlandi á grundvelli laga sem beitt er gegn hryðjuverkamönnum. Þetta hörmuðu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær. Eignirnar voru frystar og fara bresk stjórnvöld nú alfarið með yfirráð þeirra.

Eftir að ljóst varð að orð bresku ráðherranna felldu Kaupþing, og bresk stjórnvöld frystu eignir Icesave, hefur mikil harka færst í samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda.

Undirrót deilunnar snýr að því hver á að ábyrgjast innistæður Icesave.

Geir H. Haarde sagði í viðtali við 24 stundir í gær að eðlilegt væri að bresk stjórnvöld vildu verja sína borgara. „Ef eignir Landsbankans duga ekki fyrir því sem ábyrgðirnar ná til þá þurfa bresk og íslensk stjórnvöld að ræða saman um hvernig staðið verður að málum. Tryggingarsjóðurinn gæti þurft að hafa aðkomu að málinu en það er óljóst um hversu háar upphæðir er að ræða þar sem verðmæti eigna Landsbankans liggur ekki fyrir.“

Sveitarfélög í vanda

Ekki er undarlegt þótt bresk stjórnvöld taki harða afstöðu gegn íslenskum stjórnvöldum í málinu. Yfir 60 sveitarfélög og 300 þúsund einstaklingar geta tapað miklum upphæðum á viðskiptum sínum við Landsbankann og Kaupþing í London fari allt á versta veg. Sveitarfélögin er sögð í breskum fjölmiðlum, meðal annars breska ríkisútvarpinu BBC, hafa geymt um einn milljarð punda, um 200 milljarða króna, í sjóðum bankanna. Óttast er að þær upphæðir séu glataðar. Samband sveitarfélaga í Bretlandi kom þeim skilaboðum til Darlings fjármálaráðherra að innistæðutryggingar væru nauðsynlegar.

Breska dagblaðið The Guardian greindi frá því í gær að fjárhagstjón margra sveitarfélaganna væri svo mikið að nauðsynlegt væri að hækka útsvar töluvert innan tíðar. Töluverðrar ólgu gætir meðal forsvarsmanna sveitarfélaga og einstaklinga sem höfðu innistæður á Icesave-reikningum að því er segir í Guardian.

Upplýst hefur verið að Landsbankinn byrjaði að vinna að því í mars að stofna dótturfélag í Bretlandi utan um starfsemi Icesave, sem gæti tryggt stöðu innistæðueigenda í Bretlandi eingöngu. Sigurjón Árnason, annar tveggja forstjóra bankans, sagði í viðtali við Kastljós síðastliðið miðvikudagskvöld að breska fjármálaeftirlitið hefði ekki náð að vinna málið nægilega hratt. Því sitja íslensk stjórnvöld uppi með hundraða milljarða ábyrgðir, ef allt fer á versta veg.

Í hnotskurn
Lágmarks innistæðuvernd á innlánsreikningum hér á landi er tæplega 21 þúsund evrur eða um þrjár milljónir króna. Í Bretlandi nemur innistæðutryggingin 50 þúsund pundum, um 10 milljónum króna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi(múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo að brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...