Könnunarpróf eiga ekki að auka álag

Nemendur í Hrafnagilsskóla.
Nemendur í Hrafnagilsskóla. Árvakur/Skapti

Allir nemendur fjórða og sjöunda bekkjar grunnskóla eiga að þreyta samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku í dag. Samkvæmt upplýsingum Auðar Stefánsdóttur, skrifstofustjóra á grunnskólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, þreyta 1.356 nemendur fjórða bekkjar og 1.454 nemendur sjöunda bekkjar prófin í Reykjavík. 

Auður segir ekki hafa komið til tals að fresta  prófunum vegna ástandsins í þjóðfélaginu þar sem ekki sé um eiginleg próf að ræða heldur könnunarpróf, sem nemendur eigi ekki að lesa sérstaklega undir. Þá sé lögð áhersla á að sem minnst röskun verði á skólatarfi vegna könnunarprófanna og að þau valdi sem minnstri spennu meðal nemenda.  

Hún segir þó að vissulega viti skólayfirvöld dæmi þess að slík próf valdi spennu meðal barna. Engin tilmæli hafi hins vegar borist frá foreldrum eða öðrum aðilum um að prófunum yrði frestað.

Samkvæmt upplýsingum Námsmatsstofnunar þreyja um 4.300 börn á landinu prófin í hvorum árgangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert