Vill norsku krónuna inn

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur glatað trúverðugleika sínum og mun ekki endurheimta hann á næstu áratugum að mati Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði við HÍ.

Hann færir rök að því í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten í gær að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna. Löndin tvö eigi ýmislegt sameiginlegt, s.s. aðild að Evrópska efnahagssvæðinu auk þess sem tengsl landanna við Evrópu séu keimlík. Þá séu bæði lönd með stór fiskimið, deili sameiginlegri efnahags- ög menningarsögu og eigi í stjórnmálasambandi. Eftirlitsleysi með þróun mála á Íslandi hafi valdið erfiðleikunum hér og því þurfi Seðlabankinn að færast undir Noregsbanka til að skapa nýja tiltrú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka