Miða við gengi Seðlabanka í myntkörfuláni

Fólk sem greiðir afborganir af myntkörfulánum um næstu mánaðamót hefur margt hvert velt því fyrir sér við hvaða gengi verði miðað þegar lánsupphæðin er fundin út, en gengi krónunnar hefur flökt mjög í mánuðinum. Í nokkra daga í þessum mánuði var erfitt að gefa upp stöðu lána þar eð enginn vissi hvert gengið var.

Þau svör fengust hjá banka- og lánastofnunum sem Morgunblaðið ræddi við að miðað yrði við gengi Seðlabanka Íslands. Er venjan sú að miða við gengið eins og það er þegar reikningar eru gefnir út.

Í gærdag var gengisvísitalan í rúmum 200 stigum hjá bankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »