Talsvert tjón í eldsvoða

Eldur kviknaði í hjólhýsi sem stóð við einbýlishús við Baugsstaði, sem er rétt austan við Stokkseyri, með þeim afleiðingum að eldurinn náði að læsa sig í þakskegginu um kl. 19 í gærkvöldi. Talsvert tjón varð á húsinu vegna eldsins. Fólk sem var inni í húsinu varð vart við eldinn en náði að komast út af sjálfsdáðum.

Eldurinn smitaðist meðfram þakinu og mikil reykur fór inn í húsið segir lögreglan á Selfossi. Þá er hjólhýsið ónýtt.

Eldsupptök eru ókunn og segir lögregla málið vera í rannsókn.

mbl.is