Háskólabygging í Vatnsmýrinni á áætlun:

Þrátt fyrir fjármálakreppu er stefnt að því að ljúka við byggingu fyrri áfanga Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni næsta haust eins og áætlað var. Framkvæmdir við fyrri áfangann, sem verður 23 þúsund ferm., eru í fullum gangi, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík.

„Þegar þessum áfanga verður lokið flytjum við þá starfsemi skólans sem er við Höfðabakka og í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni, það er að segja tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræði- og viðskiptadeild auk hluta af annarri starfsemi. Við verðum hins vegar áfram í Ofanleiti 2 þar til byggingu seinni áfangans, sem er 12 þúsund ferm. að stærð, verður lokið sem áætlað er að verði haustið 2010.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert