Hekla getur gosið hvenær sem er

Hekla.
Hekla. mbl.is

Hekla getur gosið hvenær sem er, enda er þrýstingur undir eldfjallinu orðinn meiri en fyrir síðasta eldgos árið 2000, samkvæmt upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

Fyrirvari gosa í Heklu er skammur og því hafa yfirvöld áhyggjur af ferðamönnum á Heklu. Ferðamönnum þar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og skipta þeir hundruðum, sem ganga á fjallið á fögum sumardegi.

Að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, eru engin ráð til í dag til að koma neyðarboðum til ferðamanna á Heklu. Nú er hins vegar í athugun, í samráði við Vodafone, hvort hægt er að senda neyðarboð í farsíma frá ákveðnum farsímasendum sem ná yfir Heklusvæðið. Yrðu boðin send á nokkrum tungumálum. Stefnt er að því að ljúka þessari athugun í vetur og taka kerfið í notkun næsta sumar, reynist þetta gerlegt. Í framhaldinu yrði leitað eftir samstarfi við önnur símafélög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina