Spá yfir 20% verðbólgu

Frá ársfundi ASÍ í fyrra.
Frá ársfundi ASÍ í fyrra. Rax / Ragnar Axelsson

Hagdeild ASÍ spáir því að verðbólga aukist enn á næstu mánuðum og geti farið yfir 20% í upphafi næsta árs en gangi síðan hratt niður. Hagdeildin áætlar að verðbólga verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans undir árslok 2009.

Þá spáir hagdeildin 7-7,5% rýrnun kaupmáttar á árinu 2008 og öðru eins árið 2009. Kaupmáttur fari að aukast aftur á árinu 2010 þegar hagkerfið tekur við sér.

Þetta er meðal þess sem kynnt verður um horfur í efnahagsmálum á ársfundi ASÍ síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina