Evrópustefna ASÍ samþykkt

Frá ársfundi ASÍ sem nú stendur yfir
Frá ársfundi ASÍ sem nú stendur yfir mbl.is/Golli

Evrópustefna Alþýðusambandsins, sem verið hefur í gerjun á ársfundinum sem nú stendur yfir, er inni í nýsamþykktri ályktun ársfundarins um aðgerðir til að endurheimta fjármálastöðugleika og auka trúverðugleika.

Nefnd ræddi ályktunina bæði í gærkvöldi og morgun og varð niðurstaðan í þeim hópi sú að ákvæðið um Evrópusambandsaðild skyldi haldast inni. Í umræðum um ályktunina í dag stigu ársfundarfulltrúar í pontu og ýmist lýstu yfir ánægju sinni með þetta ákvæði, eða eindreginni andstöðu við það.

Í ályktuninni segir að það sé skoðun ASÍ að sækja eigi um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Það sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Einnig að ASÍ telji að ef stefnt verður að evrópska myntsamstarfinu á næstu tveimur árum leggi það mikilvægan grunn að því, að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að leggja grunn að trúverðugleika fyrir meiri festu gengisskráningu krónunnar, þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu og upptaka evrunnar næst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert