Hellisheiði lokuð

Hellisheiði er lokuð og verður það eitthvað fram eftir morgni. Nokkuð er um
að bílar festust í snjó í gærkvöldi og biður Vegagerðin þá, sem eiga yfirgefna bíla á Hellisheiðinni, um að hafa samband við lögregluna á Selfossi.

Þrengslin eru opin en þar er flughált   og hvassviðri og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega þar.

Þá er búið  að loka veginum um Súðavíkurhlíð við Ísafjarðardjúp.

mbl.is