Minnihluti styður ríkisstjórnina

mbl.is/Brynjar Gauti

Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa stóraukið fylgi sitt, en aðeins 41 pósent styður ríkisstjórnina, samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist samkvæmt könnun Fréttablaðsins 36%, mældist 32,8% í síðustu könnun. Samfylking fengi samkvæmt þessu 24 þingmenn en hefur 18 í dag.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mælist 23% en mældist 17,1% í síðustu könnun. VG fengi 15 menn kjörna á þing samkvæmt könnuninni en hefur 9.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 29,2%, var með 32% í síðustu könnun. Flokkurinn fengi 20 þingmenn, í stað þeirra 25 sem sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í dag.

Framsóknarflokkur mælist með 6,6% fylgi, hafði 8,9% í síðustu könnun. Það gæfi framsókn 4 menn á þing en flokkurinn hefur 7 þingmenn í dag.

Loks mælist fylgi Frjálslynda flokksins 4,1% samkvæmt könnuninn en mældist 8% í síðustu könnun Frjálslyndi flokkurinn fengi engan mann kjörinn en hefur 4 þingmenn í dag.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins mælast stjórnarflokkarnir samanlagt með 65,2% fylgi en í könnuninni sögðust aðeins41% styðja ríkisstjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert