Íslandi þakkað framboðið til öryggisráðsins

Alexander Stubb og Carl Bildt á blaðamannafundi í Helsinki í …
Alexander Stubb og Carl Bildt á blaðamannafundi í Helsinki í morgun. norden.org

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa styrkt ímynd Norðurlandanna á alþjóðavettvangi þrátt fyrir að Ísland næði ekki kjöri. Þetta kemur fram á fréttavef Norðurlandaráðs.

Bildt sagðist, á þingi Norðurlandaráðs í morgun, tala fyrir hönd utanríkisráðherra allra Norðurlandanna er hann þakkaði Íslendingum framboðið og þá vinnu sem unnin hafi verið í tengslum við það.

Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, staðfesti í morgun að Finnar hyggist bjóða sig fram til sætis í öryggisráðinu á árunum 2013 til 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina