Landsbankinn verður NBI hf.

mbl,.is/hag

Nafni nýja Landsbankans hefur verið breytt og heitir bankinn frá og með morgundeginum NBI hf. samkvæmt tilkynningu, sem send hefur verið til Kauphallar Íslands.

Nafnið hefur verið lengi í eigu Landsbankans, að minnsta kosti var lénið www.nbi.is skráð á gamla Landsbankann 16. desember 2003.

Nafnabreyting Landsbankans verður virk í SAXESS viðskiptakerfinu á morgun. Auðkenni bankans veðrur eftir sem áður LAI. NBI hf. er aðili að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum NASDAQ OMX Iceland.

Ekki hefur fregnast af nafnabreytingum Glitnis eða Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina