Undirbúa bílasölu út

mbl.is/Ómar

Hekla hefur opnað vefsvæði fyrir sölu á bílum til útlanda. „Eins og gefur að skilja er ekki mikil sala innanlands í augnablikinu,“ segir Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu.

Sverrir segir að Hekla hafi opnað vefsvæðið www.nordiccarsale.is, eftir að rætt hafi verið um að fella niður eða lækka vörugjöld eða virðisaukaskatt á útfluttum bifreiðum, en þúsundir bifreiða eru „fastar“ hér á landi á að því er virðist dauðum markaði. „Bílgreinasambandið hefur lagt áherslu á þetta en eftir minni bestu vitund eru þessi áform enn ókláruð í fjármálaráðuneytinu,“ segir Sverrir.

Útfærslan liggur ekki fyrir. Annaðhvort verða vörugjöld lækkuð eða virðisaukaskattur. Sverrir segir að opnun vefjarins hafi verið liður í því að undirbúa fyrirtækið undir aukna sölu til útlanda, ef þessar hugmyndir verða að veruleika. Hann segist skynja mikinn áhuga erlendis. Hann nefnir sem dæmi að blaðamaður sænska dagblaðsins Dagens Industry hafi haft samband við sig og frétt á vefútgáfu blaðsins hafi birst í kjölfarið. „Það fóru allt í einu að hrynja inn fyrirspurnir frá Svíþjóð. [...] Meðan gengisskráningin er eins og hún er þá er mjög hagstætt fyrir útlendinga að kaupa bíla hér á landi,“ bætir hann við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »