Mannætubrandari um útrásina

Einar Már Guðmundsson rithöfundur fór á kostum fyrir troðfullum þjóðfundi í Iðnó þar sem efnahagsástandið var til umræðu. Einar Már krafðist þess að eignir auðmanna yrðu frystar, og sagði stjórnmálamenn bera ábyrgð á glæpunum en þeir hefðu verið framdir með vitund og vilja þeirra. 

Einar Már sagði auk þess mannætubrandara um útrásina eins og myndskeiðið ber með sér. Aðrir framsögumenn voru Björg Eva Erlendsdóttir fjölmiðlakona, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og viðskiptafræðingur. Gerð voru hróp að alþingismönnum sem reyndu að taka til máls á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert