Vinnuhópur skipaður um aðstoð Norðurlanda

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde Johannes Jansson

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að beiðni um lán frá Norðurlöndunum sé á vinnslustigi og í réttum farvegi. Mikill stuðningur sé við Ísland á þingi Norðurlandaráðs og hópur embættismanna hafi verið skipaður til þess að fara yfir málið.

Hópnum, sem skipaður er einum embættismanni frá hverju landi, er ætlað að vinna hratt að því að skýra málið og þar með væri það komið í ákveðinn farveg. Það væri mjög mikilvægt og mikill áhugi væri á því að sýna Íslandi samstöðu og stuðning.

„Við höfum tekið það skýrt fram að við erum ekki að biðja um gjafir eða styrki heldur lán sem við hyggjumst endurgreiða,“ segir Geir. Hann bendir á að stuðningur Norðurlandanna byggist á því að Ísland hafi stigið mikilvægt skref í sambandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þjóðirnar hafi lagt áherslu á að Ísland yrði í samstarfi við sjóðinn og embættismannahópurinn hagaði störfum sínum í samræmi við þá samvinnu.

Norrænu ráðherrarnir funda aftur í dag. Auk þess flytur Geir stefnuræðu á fundi Norðurlandaráðs, en Ísland tekur þar við formennsku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »