Býður Færeyingum ókeypis nám

Bifröst í Borgarfirði
Bifröst í Borgarfirði mbl.is/RAX

Háskólinn á Bifröst ákveðið að bjóða tveimur færeyskum námsmönnum upp á skólavist endurgjaldslaust, á næsta skólaári. Háskólinn á Bifröst mun kynna þetta sérstaklega fyrir menntamálaráðherra Færeyja á allra næstu dögum.

„Við erum afar meðvituð um að þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Færeyingar veita Íslendingum aðstoð á erfiðum tímum. M.a. voru umfangsmiklar fjársafnanir í Færeyjum eftir snjóflóðið á Súðavík og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum. Þetta er því leið Háskólans á Bifröst til þess að sýna þessari góðu nágrannaþjóð þakklæti," segir í tilkynningu frá háskólanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert