Ráðherrar segja ósatt

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/G.Rúnar

Íslenskir athafnamenn og auðmenn eiga stóran þátt í því hvernig hefur farið, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í dag. Hann sagðist jafnframt efast um hækkun stýrivaxta og þótti ráðherrar hafa verið staðnir að því að segja ósatt.

Vísaði Guðni til ummæla Össurar Skarphéðinssonar um að Seðlabankinn hefði sjálfur tekið ákvörðun um stýrivaxtahækkunina. Nú sé yfirlýsing á vef bankans þar sem segir að hækkunin sé hluti af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Yfirlýsingin hljómar svona:

Athugasemd frá Seðlabanka Íslands

Eins og kunnugt er hefur verið litið svo á að samningsgerð (Letter of Intent) á milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé enn trúnaðarmál. 19. tl. samningssgerðarinnar er þó eðli málsins samkvæmt ekki lengur trúnaðarmál.

Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni. Í samningsgerðinni segir í 19. tl: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert