Feiknarleg hrina auðgunarbrota í haust

Falsaðir peningaseðlar hafa verið í umferð undanfarið.
Falsaðir peningaseðlar hafa verið í umferð undanfarið. mbl.is/Júlíus

Mjög mikið hefur verið um augðunarbrot í september og október og er áberandi hversu bensínþjófnaðir á bensínstöðvum hafa færst í aukana með því að fólk stingur af eftir að hafa dælt á bílinn.

Lögreglan hefur bent rekstraraðilum bensínstöðva á að taka upp breytta viðskiptahætti til að stemma stigu við þessum brotum og hvatt þá til að afhenda ekki vöru nema gegn fyrirframgreiðslu.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá LRH hafa peningafölsunarmál einnig verið að stinga upp kollinum eftir nokkurra ára hlé í þeim brotaflokki.

„Við höfum verið að sjá svolítið af fölsuðum peningaseðla í umferð," segir hann „Fólk er að prenta peningaseðla til að bjarga sér og það gefur afgreiðslufólki tilefni til að vera á varðbergi." Um tiltölulega fáa peningaseðla er þó að ræða.

Búðahnupl hefur einnig aukist verulega að undanförnu. Uppgötvast þjófnaðurinn oft þegar farið er yfir upptökur dagsins úr eftirlitsmyndavélum.

Til viðbótar öllu þessu hefur bílainnbrotum farið fjölgandi að undanförnu og beinir Ómar Smári þeim eindregnu tilmælum til bílaeigenda að skilja aldrei eftir verðmæti í bílunum, janvel þótt þeir séu læstir.

mbl.is

Bloggað um fréttina