Niðurskurður en ekki skattar

Sigurður Kári Kristjánsson.
Sigurður Kári Kristjánsson. mbl.is/Valdís

Niðurskurður á útgjöldum ríkisins eru vænlegri leið en skattahækkanir til að bregðast við efnahagskreppunni, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag.

Tók hann sem dæmi að fækka þyrfti ráðuneytum og undirstofnunum þeirra, láta launakjör og önnur fríðindi opinberra starfsamanna taka mið af ástandinu og fresta framkvæmdum á borð við borun jarðganga og byggingu hátæknisjúkrahúss. Þingmenn sem ráðið hefðu aðstoðarmenn þyrftu að sjá á bak þeim.


Sigurður Kári sagði einnig að endurskipuleggja þyrfti utanríkisþjónustuna í heild. Ríki sem þyrfti aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gæti varla staðið í því að veita þróunaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina