Segir Árna hafa lofað að heimsækja Guernsey

Lyndon Trott, forsætisráðherra Ermarsundseyjarinnar Guernsey, sagðist í dag hafa hitt Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í Helsinki á þriðjudag og fengið hjá honum farsímanúmer og loforð um að hann myndi heimsækja Guernsey á næstunni.

Mikil óvissa ríkir meðal íbúa á eyjunni, sem áttu innistæður á reikningum Landsbankans. Þegar bresk stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ábyrgjast innistæðurnar að fullu náði það ekki til íbúa eyjanna Guersney, Jersey og Manar, sem eru bresk sjálfstjórnarsvæði.

Bæði Trott og fjármálaeftirlit Guernsey hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða tryggingar Íslendingar veiti reikningseigendum.

Trott var í Helsinki til að skrifa undir samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála við öll Norðurlöndin, þar á meðal Ísland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert