Uppsagnir hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir, sem meðal annars sjá um rekstur Flugrútunnar, hafa sagt upp 21 starfsmanni, þar af 18 bílstjórum. Ástæðan er sögð hagræðing til að mæta nýju rekstrarumhverfi. Tilkynnt var um uppsagnirnar í dag.

Alls starfa um 70 bílstjórar hjá fyrirtækinu. Hinir þrír sem sagt var upp störfuðu á verkstæði og skrifstofu.

„Við þurfum að hagræða eins og önnur fyrirtæki og þetta er liður í því,“ sagði Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um ástæður uppsagnanna í dag.

 

Að sögn Einars hefur ekki orðið samdráttur í verkefnum fyrirtækisins. Málið snúist fyrst og fremst um hagræðingu til að mæta auknum fjármagns- og rekstrarkostnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert