Vilja stóraukið fé í markaðssetningu

„Það er lífsnauðsynlegt að bretta upp ermar og setja stóraukið fé í markaðssetningu, vegna þess að það eru gríðarlega mikil tækifæri í ferðaþjónustunni. Hér eru allir innviður styrkir og strax hægt að flytja heim meiri gjaldeyri,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu (SAF).

Fulltrúi samtakanna mun ásamt fleiri fulltrúum ferðaþjónustunnar ganga á fund ráðherra iðnaðar- og ferðamála í dag til þess að ræða stöðu ferðaþjónustunnar og viðbrögð í framhaldi af fjármálakrísunni hérlendis og neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllun um Ísland að undanförnu.

Erna bendir á að eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi íslensk stjórnvöld sett allt að 300 milljónum króna í landkynningu sem skilaði hafi góðum árangri. Að mati Ernu þyrfti ríkið nú að setja a.m.k. 300-500 milljónir króna í landkynningu til þess að vega upp á móti þeirri neikvæðu fjölmiðlaumfjöllun sem Ísland hefur fengið í erlendum miðlum og til þess að leiðrétta ranghugmyndir. „Það þarf gríðarlegt átak til þess að snúa við þessari ömurlegu umfjöllun um Ísland, enda er búið að skaða ímynd og orðstír landsins,“ segir Erna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »