Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent

Hópurinn Verndum Elliðaárdal ætlar að afhenda borgaryfirvöldum undirskriftir í dag klukkan 11:30 þar sem staðsetningu fyrirhugaðrar slökkvistöðvar í Elliðaárdal er mótmælt.

Í tilkynningu kemur fram að yfir 2.300 hafi skrifað undir mótmælin auk þess sem fjölmargir hafa gert athugasemdir gegnum tölvupóst og bréfleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert