Sífellt fleiri leita aðstoðar Íbúðalánasjóðs

mbl.is/Sverrir

Ríflega þrefalt fleiri umsóknir vegna greiðsluerfiðleika bárust Íbúðalánasjóði í þessum mánuði en í ágúst og tvöfalt fleiri sóttu um aðstoð sjóðsins í október en í september.

Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika til Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarnar vikur. Tvisvar sinnum fleiri sóttu um aðstoð í september en í ágúst og í október voru umsóknirnar þrisvar sinnum fleiri en í ágúst. Umsóknirnar í ágúst voru 51 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði bárust 170 umsóknir í október.

Ef miðað er við síðasta ár hefur umsóknum vegna greiðsluerfiðleika fjölgað um 67 prósent nú þegar, en allt árið í fyrra bárust 377 umsóknir sjóðnum. Nú, þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu, hafa um 623 umsóknir borist sjóðnum. Búist er við að umsóknum um frystingu húsnæðislána muni fjölga enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert