Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Frikki

„Það skiptir mjög miklu að koma í veg fyrir að fólkið missi húsin sín. Stefnan er að fólk verði aðstoðað við að vera áfram í íbúðum sínum í stað þess að ýta því út úr þeim, eins og t.d. hefur verið gert í Bandaríkjunum," segir Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ.

Gylfi segir óhjákvæmilegt að Íslendingar gangi í Evrópusambandið og taki upp evru, þótt það gerist varla á næstunni. „Við Íslendingar höfum ekki séð svona alvarlega stöðu í okkar efnahagsmálum síðan móðuharðindin gengu yfir, ef jafna á til einhvers í sögu okkar. Það er skelfilegt ástand. En vissulega eru í stöðunni ákveðin tækifæri."

Gylfi segist vilja fara þá leið að taka strax á greiðsluvanda fólks, en ekki bíða þar til hann vex, eins og hneigð hafi verið til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert