Árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi

Frá slysstað á Sandskeiði í desember 2006.
Frá slysstað á Sandskeiði í desember 2006. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness um að 24 ára gamall karlmaður sæti 12 mánaða fangelsi fyrir vítavert gáleysi við akstur. Maðurinn olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í desember árið 2006 þar sem þrítugur karlmaður og 5 ára gömul stúlka létu lífið og faðir stúlkunnar og átta ára gamall bróðir slösuðust alvarlega.

Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í fjögur ár. Hæstiréttur var sammála héraðsdómi um að ekki væri hægt að skilorðsbinda dóminn en ungi maðurinn hefur í alls 9 skipti verið staðinn að hraðakstri eftir að hann olli slysinu.

Hæstiréttur vísaði til forsendna héraðsdóms sem taldi  sannað með vitnisburði tveggja vitna, að maðurinn hefði ætlað sér að aka fram úr vörubifreið og í því skyni ekið yfir á rangan vegarhelming. Var akstur mannsins talinn gáleysislegur og vítaverður miðað við þær aðstæður sem á vettvangi voru.

Maðurinn ætlaði sér að taka fram úr vörubíl í Draugahlíðarbrekkunni. Bílstjóri vörubifreiðarinnar lýsti atvikinu svo í dómi héraðsdóms: „Segir [bílstjórinn] að hann hefði séð strax að það væri ekki séns að mætast þarna. Þá hefði hann séð að ökumaður á [bíl ákærða] beygði ákveðið til vinstri og greinilega ætlað að stefna út af veginum, sennilega til að reyna að koma í veg fyrir árekstur. Hefði vinstra framhorn verið komið um meter út fyrir veginn er árekstur varð. Hefði hann séð hægra framhorn bílanna skella saman."

Í bílnum sem kom úr gangstæðri átt var faðir með tvö börn sín. Stúlka fædd árið 2001 lét lífið og drengur fæddur 1998 hlaut brot á lendhryggjarlið og lömun á fótum. Ökumaðurinn og faðir barnanna rifbrotnaði og marðist á brjóstkassa, kviðvegg og hné. Farþegi í bíl með unga manninum  lést einnig.

Sá bifreiðina koma á móti

Maðurinn skýrði svo frá fyrir dómi að hann ekið á eftir vörubifreið, slabb hafi verið á veginum og gusast frá vörubifreiðinni og upp á framrúðuna. Hann hafi lítið séð út. Vegna þessara aðstæðna hafi hafi það skyndilega gerst að bifreiðin hafi ekki látið að stjórn, hún hafi sveigst til vinstri og yfir á hina akreinina.

Maðurinn sagðist hafa séð bíl koma á móti en átt erfitt með að meta fjarlægðina þar sem aðeins eitt framhljós hennar logaði. Ekki hafi tekist að koma í veg fyrir árekstur. Í árekstrinum úlnliðsbrotnaði hann og skrámaðist í andliti.

Í vettvangsskýrslu lögreglunnar kemur fram að vegurinn hafi verið blautur en engin hálka merkjanleg. Það var skýjað en veður milt og vindur hægur. Við málarekstur kom einnig fram að bíl mannsins hafi verið ekið á í það minnsta 110 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...