Nýtur trausts stjórnar VR

Gunnar Páll Pálsson
Gunnar Páll Pálsson mbl.is/Kristinn

„Ég fékk persónulegan stuðning í þessu máli, en stjórn VR hafði vissulega áhyggjur af orðspori félagsins í þessu. Það er ljóst að það hefur verið hörð ádeila á þessar gjörðir hjá Kaupþingi,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Gunnar Páll boðaði stjórnarmenn VR til fundar í gær þar sem hann fór yfir forsendur þess að hann, þegar hann var stjórnarmaður í Kaupþingi, studdi þá umdeildu ákvörðun að persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga yrðu felldar niður.

Aðspurður segist Gunnar Páll njóta fulls trausts stjórnar VR og bendir á að stjórnin vilji gefa sér færi á að skýra mál sitt fyrir félagsmönnum. Í þeim tilgangi er nú unnið að því að boða trúnaðarráð og trúnaðarmenn til fundar um málið í næstu viku þar sem Gunnar Páll hyggst fara yfir stöðuna.

Að mati Gunnars Páls má rekja stöðuna, sem upp er komin varðandi hlutabréfakaup starfsmanna, til þess að farið hafi verið of geyst í því að tengja hagsmuni bankans við hagsmuni starfsmanna. Segir hann árangurstengingu launa geta haft skelfilegar afleiðingar. Bendir hann á, að hann hafi á árum áður verið mótfallinn háum launagreiðslum og kauprétti til yfirmanna bankans og bókað þá andstöðu sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert