Vaxandi krafa um kosningar

Ellert B. Schram
Ellert B. Schram mbl.is/Sverrir
„ÞAÐ er enginn að tala um kosningar á þessu stigi málsins. Ég tel hins vegar rétt að ríkisstjórnin endurnýi umboð sitt þegar um hægist,“ segir Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. Æskilegt sé því að boðað verði til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur.

Að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, getur slíkt vel komið til greina. „Enn sem komið er ríkir traust á milli þessara flokka, en mér finnst kosningar alveg koma til greina og þá frekar fyrr en seinna,“ segir Ágúst. Krafan um að fá að ganga til kosninga sé vaxandi meðal þjóðarinnar.

Þeir segja hins vegar ólíklegt að nægjanlegt jafnvægi til að boða til kosninga náist í efnahagsmálum þjóðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Allir séu líka sammála um að komast þurfi fyrir vind fyrst. Stjórnmálaflokkarnir þurfi þó engu að síður að taka mið af því því gerbreytta landslagi sem nú blasir við, þó að Ágúst Ólafur bæti við að enginn ætli að fara að gera sér leik að því að sprengja ríkisstjórnina.

„Þessi ríkisstjórn var mynduð um flest annað en það sem nú blasir við í þjóðfélaginu á næstu misserum,“ segir Ellert. Þegar hafist verði handa við þá endurreisn efnahags-, fjármála og velferðarkerfis sem við blasi sé stjórnvöldum því, að hans mati, bæði rétt og skylt að fá nýtt umboð.

„Stjórnmálaflokkarnir geta þá teflt fram sínu fólki og hver veit nema fram komi nýir flokkar og hópar og bjóði fram. Það veit enginn hvaða gerjun þetta kann að hafa í för með sér á hinum pólitíska vettvangi,“ segir Ellert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »