Búðarhálsvirkjun frestað

Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta því  um þrjá mánuði að opna útboð við virkjun við Búðarháls en framkvæmdin átti að kosta 25 milljarða. Þetta þýðir að ekki verður hægt að stækka  Álverið í Straumsvík fyrr en seinna.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að hugsanlega verði skoðað hvort tilboðsgjafar geti komið að fjármögnun en sú leið sé þekkt erlendis frá.

Rósa Guðbjartsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins vildi vita hvort lífeyrissjóðirnir gætu komið að fjármögnun.

Össur sagði að sá möguleiki hefði verið reifaður. Hann væri þeirrar skoðunar að lífeyrissjóðirnir ættu að koma frekar að uppbyggingu orkuiðnaðar. Þá fyndist honum einnar messu virði að skoða hvort Alcan gæti komið að slíkri fjármögnun. Myndskeið MBL Sjónvarps á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert