DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi

DV hefur sent frá sér yfirlýsingu sem svar við yfirlýsingum frá embættum ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leynd hvílir yfir vígbúnaði lögreglunnar. Segir blaðið m.a. að viðbrögð lögreglunnar einkennist af einbeittum vilja til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins, á kostnað þess að upplýsa borgara um þau valdbeitingartól sem lögreglan hyggst nota gegn þeim.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Undanfarna daga hefur DV reynt að fá skýr svör frá ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra um vígbúnað lögreglunnar. Greint var frá því í DV á fimmtudag að lögreglan hefði fengið heimild til nýráðninga 250 héraðslögreglumanna. Þá var greint frá yfirlýstum vilja innan lögreglunnar að taka upp taser-rafbyssur til nota gegn almennum borgurum, sem og valdbeitingarhunda.

Í þessari viðleitni blaðsins til að upplýsa almenning um athafnir lögreglunnar sem varða þjóðaröryggi, hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ýmist lýst yfir minnisleysi eða að tiltekin mál séu leyndarmál ríkisins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur alls ekki svarað, nema eftir umfjallanirnar í yfirlýsingum í Morgunblaðinu.

Yfirlýsingar lögreglu vegna málsins, sem vefur Morgunblaðsins hefur birt gagnrýnislaust og án frekari rannsóknar, hafa gefið sérstaklega villandi mynd af fréttaflutningi DV. Þannig lætur ríkislögreglustjóri í það skína að DV hafi fullyrt að lögreglan hefði taser-rafbyssur og valdbeitingarhunda. Í frétt DV er á engan hátt fullyrt að lögreglan hefði þegar yfir rafbyssum eða valdbeitingarhundum að ráða, heldur var greint frá yfirlýstum vilja til að útvega lögreglunni þau valdbeitingartól og -dýr.

Einnig hefur borist yfirlýsing frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, þar sem fréttaflutningur DV er borinn til baka. Það er illskiljanlegt í ljósi þess að í frétt DV var fjallað um ríkislögreglustjóra en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbrögð lögreglunnar einkennast af einbeittum vilja til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins, á kostnað þess að upplýsa borgara um þau valdbeitingartól sem hún hyggst nota gegn þeim. Ríkislögreglustjóri sakar DV um „uppspuna“ vegna fréttar um að lögreglan vígbúist, þrátt fyrir að lögreglan hafi nú fengið heimild ráðherra til 250 manna liðsauka héraðslögreglumanna, sem er um það bil sami fjöldi og dómsmálaráðherra var synjað um fyrir varalið lögreglu í frumvarpi á Alþingi. Að auki hefur lögreglan og dómsmálaráðherra lýst yfir vilja sínum að beita rafbyssum og valdbeitingarhundum á óhlýðna borgara. Amnesty International hefur varað við þessu.

Ríkislögreglustjóri sagði það „uppspuna“  að verið væri að sérútbúa bifreiðar fyrir lögregluna, sem nota mætti við mannfjöldastjórnun, en DV birti í kjölfarið myndir af sérútbúinni bifreið sérsveitarinnar sem kom á götuna á þessu ári sem og bryndreka lögreglunnar sem geymdur er í skemmu í Hvalfirðinum. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða sex breytta bíla lögreglunnar, og hafa nú verið birtar myndir af þremur slíkum. Sá fyrirvari var settur í frétt DV að dómsmálaráðherra kannaðist ekki við bifreiðarnar og voru svör hans birt.

DV birti myndband af valdbeitingarhundinum Skolla, þar sem lögreglumaður sigaði honum á „þjóf“ á hundasýningu, í þeim tilgangi að sýna fram á að lögreglan hefði þjálfað valdbeitingarhunda. Það stangast á við yfirlýsingu lögreglunnar um að hún hefði ekki valdbeitingarhunda. Valdbeitingarhundurinn Skolli er ekki lengur á lífi, en tekið var fram í kynningu á honum að lögreglan hefði yfir að ráða sex fullþjálfuðum hundum til viðbótar. Svo kann að vera að allir hundarnir sjö hafi týnt lífi á tveimur árum og lögreglan hafi ekki lengur yfir slíkum hundi að ráða.
Ríkislögreglustjóri segir á hinn bóginn í einni af þremur yfirlýsingum sínum að lögreglunni sé óheimilt að þjálfa slíka hunda án leyfis frá honum. „Óheimilt er að þjálfa eða taka í notkun hund til valdbeitingar nema að fengnu leyfi embættis ríkislögreglustjóra samkvæmt reglum þar um. Embættið hefur ekki veitt slík leyfi.“

Því standa eftir þrír möguleikar.

1. Lögreglumenn brutu lög með því að þjálfa valdbeitingarhunda án leyfis og allir sjö þeirra eru dauðir.

2. Hundurinn var þjálfaður af aðila utan lögreglunnar og í kjölfarið sýndur á hundasýningu af lögreglumanni undir fölsku flaggi.

3. Ríkislögreglustjóri sagði ósatt þegar hann fullyrti að lögreglan hefði ekki valdbeitingarhunda.

Mikil leynd hvílir yfir vígbúnaði lögreglunnar.  Það er skilyrðislaust hlutverk DV að upplýsa almenning um þau mál. Þeirri viðleitni mun ekki linna, þrátt fyrir að lögreglan beiti spuna til að vega að fjölmiðlinum, sem vefur Morgunblaðsins birtir gagnrýnislaust undir yfirskriftinni „helst í fréttum“ og án nokkurrar tilraunar til að kanna málið nánar.

Sjá meðfylgjandi hlekki á umfjallanir:

http://www.dv.is/frettir/2008/11/11/brynvagn-loggunnar-tilbuinn-i-oeirdirnar/
http://www.dv.is/frettir/2008/11/8/logregla-synir-valdbeitingarhund-luskra-thjofi/
http://www.dv.is/frettir/2008/11/7/vikurfrettir


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...