DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi

DV hefur sent frá sér yfirlýsingu sem svar við yfirlýsingum frá embættum ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leynd hvílir yfir vígbúnaði lögreglunnar. Segir blaðið m.a. að viðbrögð lögreglunnar einkennist af einbeittum vilja til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins, á kostnað þess að upplýsa borgara um þau valdbeitingartól sem lögreglan hyggst nota gegn þeim.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Undanfarna daga hefur DV reynt að fá skýr svör frá ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra um vígbúnað lögreglunnar. Greint var frá því í DV á fimmtudag að lögreglan hefði fengið heimild til nýráðninga 250 héraðslögreglumanna. Þá var greint frá yfirlýstum vilja innan lögreglunnar að taka upp taser-rafbyssur til nota gegn almennum borgurum, sem og valdbeitingarhunda.

Í þessari viðleitni blaðsins til að upplýsa almenning um athafnir lögreglunnar sem varða þjóðaröryggi, hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ýmist lýst yfir minnisleysi eða að tiltekin mál séu leyndarmál ríkisins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur alls ekki svarað, nema eftir umfjallanirnar í yfirlýsingum í Morgunblaðinu.

Yfirlýsingar lögreglu vegna málsins, sem vefur Morgunblaðsins hefur birt gagnrýnislaust og án frekari rannsóknar, hafa gefið sérstaklega villandi mynd af fréttaflutningi DV. Þannig lætur ríkislögreglustjóri í það skína að DV hafi fullyrt að lögreglan hefði taser-rafbyssur og valdbeitingarhunda. Í frétt DV er á engan hátt fullyrt að lögreglan hefði þegar yfir rafbyssum eða valdbeitingarhundum að ráða, heldur var greint frá yfirlýstum vilja til að útvega lögreglunni þau valdbeitingartól og -dýr.

Einnig hefur borist yfirlýsing frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, þar sem fréttaflutningur DV er borinn til baka. Það er illskiljanlegt í ljósi þess að í frétt DV var fjallað um ríkislögreglustjóra en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbrögð lögreglunnar einkennast af einbeittum vilja til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins, á kostnað þess að upplýsa borgara um þau valdbeitingartól sem hún hyggst nota gegn þeim. Ríkislögreglustjóri sakar DV um „uppspuna“ vegna fréttar um að lögreglan vígbúist, þrátt fyrir að lögreglan hafi nú fengið heimild ráðherra til 250 manna liðsauka héraðslögreglumanna, sem er um það bil sami fjöldi og dómsmálaráðherra var synjað um fyrir varalið lögreglu í frumvarpi á Alþingi. Að auki hefur lögreglan og dómsmálaráðherra lýst yfir vilja sínum að beita rafbyssum og valdbeitingarhundum á óhlýðna borgara. Amnesty International hefur varað við þessu.

Ríkislögreglustjóri sagði það „uppspuna“  að verið væri að sérútbúa bifreiðar fyrir lögregluna, sem nota mætti við mannfjöldastjórnun, en DV birti í kjölfarið myndir af sérútbúinni bifreið sérsveitarinnar sem kom á götuna á þessu ári sem og bryndreka lögreglunnar sem geymdur er í skemmu í Hvalfirðinum. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða sex breytta bíla lögreglunnar, og hafa nú verið birtar myndir af þremur slíkum. Sá fyrirvari var settur í frétt DV að dómsmálaráðherra kannaðist ekki við bifreiðarnar og voru svör hans birt.

DV birti myndband af valdbeitingarhundinum Skolla, þar sem lögreglumaður sigaði honum á „þjóf“ á hundasýningu, í þeim tilgangi að sýna fram á að lögreglan hefði þjálfað valdbeitingarhunda. Það stangast á við yfirlýsingu lögreglunnar um að hún hefði ekki valdbeitingarhunda. Valdbeitingarhundurinn Skolli er ekki lengur á lífi, en tekið var fram í kynningu á honum að lögreglan hefði yfir að ráða sex fullþjálfuðum hundum til viðbótar. Svo kann að vera að allir hundarnir sjö hafi týnt lífi á tveimur árum og lögreglan hafi ekki lengur yfir slíkum hundi að ráða.
Ríkislögreglustjóri segir á hinn bóginn í einni af þremur yfirlýsingum sínum að lögreglunni sé óheimilt að þjálfa slíka hunda án leyfis frá honum. „Óheimilt er að þjálfa eða taka í notkun hund til valdbeitingar nema að fengnu leyfi embættis ríkislögreglustjóra samkvæmt reglum þar um. Embættið hefur ekki veitt slík leyfi.“

Því standa eftir þrír möguleikar.

1. Lögreglumenn brutu lög með því að þjálfa valdbeitingarhunda án leyfis og allir sjö þeirra eru dauðir.

2. Hundurinn var þjálfaður af aðila utan lögreglunnar og í kjölfarið sýndur á hundasýningu af lögreglumanni undir fölsku flaggi.

3. Ríkislögreglustjóri sagði ósatt þegar hann fullyrti að lögreglan hefði ekki valdbeitingarhunda.

Mikil leynd hvílir yfir vígbúnaði lögreglunnar.  Það er skilyrðislaust hlutverk DV að upplýsa almenning um þau mál. Þeirri viðleitni mun ekki linna, þrátt fyrir að lögreglan beiti spuna til að vega að fjölmiðlinum, sem vefur Morgunblaðsins birtir gagnrýnislaust undir yfirskriftinni „helst í fréttum“ og án nokkurrar tilraunar til að kanna málið nánar.

Sjá meðfylgjandi hlekki á umfjallanir:

http://www.dv.is/frettir/2008/11/11/brynvagn-loggunnar-tilbuinn-i-oeirdirnar/
http://www.dv.is/frettir/2008/11/8/logregla-synir-valdbeitingarhund-luskra-thjofi/
http://www.dv.is/frettir/2008/11/7/vikurfrettir


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...