Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Norskir fjölmiðlar segja, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi í hádegisverðarboði fyrir erlenda sendimenn í Reykjavík á föstudag, gagnrýnt nágrannaríki á borð við Svíþjóð, Danmörk og Bretland fyrir að snúa baki við Íslandi á erfiðum tímum.

Norska fréttastofan NTB greinir frá því, að blaðið Klassekampen segist hafa séð minnisblað frá norska sendiráðinu um fundinn og þar segi að furðu lostnir sendimennirnir hafi vart trúað sínum eigin eyrum þegar Ólafur Ragnar flutti mál sitt. Hafi hann verið sérstaklega harðorður í garð Breta.

Þá er forsetinn sagður hafa sagt að Íslendingar verði að leita nýrra bandalagsríkja þar sem fyrrum bandalagsríki Íslands hafi brugðist.  Hafi hann sagt að Norður-Atlantshafið sé mikilvægt fyrir Norðurlöndin, Bandaríkin og Bretland. Því virðist þessi lönd nú kjósa að líta framhjá.

Ólafur Ragnar sagði, að sögn NTB, að einu þjóðirnar sem hefðu reynst vera vinir í raun í erfiðleikum Íslendinga, séu Noregur og Færeyjar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert