Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, kynna sparnaðartillögur ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, kynna sparnaðartillögur utanríkisráðuneytisins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að ráðuneytið leggi til 2,3 milljarða króna sparnað á næsta ári. Sendiskrifstofum erlendis verður  fækkað og hagrætt í rekstri annarra. Draga á úr framlögum til varnar- og þróunarmála.

Stefnt er að því að loka fjórum sendiskrifstofum og fækka sendiherrum um sex. Loka á fjórum sendiskrifstofum: sendiráði í Pretoríu, í Strassborg, Róm og einni skrifstofu til viðbótar. 

Hagrætt verður í húsnæðiskostnaði erlendis. Segir Ingibjörg Sólrún að áætlað sé að hægt verði að spara 500-1000 milljónir til viðbótar við þá 2,3 milljarða sem þegar hefur verið ákveðið að spara í rekstri utanríkisþjónustunnar. Hún segir að sendiherrum verði fækkað. Tveir láta af embætti um næstu áramót og fjórir síðar á árinu 2009.

Í varnarmálum verður dregið úr kostnaði um 257 milljónir króna og  þróunarsamvinna dregst saman um 1,6 milljarða króna á næsta ári. HVað varðar Varnarmálastofnun skiptist kostnaðurinn þannig að gerð er tillaga um sparnað í loftrýmisgæslu, 120 milljónir króna, sparnað í öryggisgæslu í Helguvík, 24 milljónir króna og almennri öryggisgæslu, 26 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að ná megi 87 milljóna króna hagræðingu í öðrum rekstrarkostnaði.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að útgjöld til þróunarsamvinnu verði 0,35% af þjóðarframleiðslu ársins 2008, sem er í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar. Við endurskoðun á fjárlagaliðum utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar þróunarsamvinnu hefur verið haft að leiðarljós að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar, bæði alþjóðlegar og innlendar til að viðhalda trausti alþjóðasamfélagsins og þeirra félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja sem ráðuneytið starfar með. Gerð er tillaga um að lækka heildarfjárhæð til þróunarsamvinnu í fjárlagafrumvarpinu um 1.666 milljónir króna. Miðað er við að þá nemi framlagið 0,24% af þjóðarframleiðslu ársins 2008. Framlög Íslands til þróunarsamvinnu nema skv. þessari áætlun 3.202 milljónum króna. 

Stór hluti útgjalda Þróunarsamvinnustofnunar er samningsbundinn. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir 510 milljóna króna aukningu á framlögum til stofnunarinnar. Lagt er til að fallið verði frá þeirri aukningu og að engin ný verkefni komi í stað þeirra sem lýkur. Með þessu móti er hægt að lækka framlagið um 38% frá núverandi fjárlagatillögu. Þar er gert ráð fyrir að einni skrifstofunni verði lokað á miðju ári 2009. Í tillögunum er einnig gert ráð fyrir að loka tveimur öðrum skrifstofum ÞSSÍ í byrjun árs 2010. 

Utanríkisráðherra segir að ráðuneytið muni endurmeta þátttöku í alþjóðlegum atburðum. Ljóst sé að Bókamessan í Frankfurt árið 2011 sé mikilvæg og ekki verði skorið þar niður.  Hins vegar verður kostnaður við heimssýninguna í Shanghai minnkaður um 71% frá því sem áður var ætlunin. Er lagt til að samanlagt framlag ríkisins lækki úr 485 milljónum króna í 140 milljónir króna. Lagt er til að óskað verði eftir 70 milljónum króna í fjáraukalögum 2008 í stað 120 milljóna og 70 milljónum króna í fjárlögum 2009 í stað 190 milljónir króna. Í heildina er því um að ræða 71% niðurskurð frá upphaflegri áætlun.

Á blaðamannafundinum kom fram að gerð er tillaga um fækkun starfsmanna erlendis sem hefur í för með sér flutning þeirra frá sendiskrifstofum til aðalskrifstofu. Þó að þetta leiði til kostnaðarlækkunar í heild hefur það í för með sér 72 milljón króna hækkun á kostnaði við rekstur aðalskrifstofu ráðuneytisins. Þar að auki er lagt til að færðar verði 30 milljónir króna af varnarmálalið ráðuneytisins vegna verkefna á sviði  varnarmála.

Gerð er tillaga um að tvö stöðugildi verði flutt frá New York til Íslands og ekki verði ráðið í stöðu aðalræðismanns Íslands í New York þegar núverandi aðalræðismaður lætur af störfum um áramótin. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði endurskipulögð í framhaldi af þessu. Lagt er til að staða fulltrúa við sendiráðið í París verði lögð niður. Lagt er til að fastanefndum í Strassborg og Róm verði lokað á miðju ári og sendiráði Íslands í Pretoríu í febrúar. Lokun á þessum þremur stöðum skilar 109,1 milljón króna sparnaði á árinu 2009 en á ársgrundvelli 162,2 milljónum króna.

Þá verður hagrætt í starfsemi  sendiráðsins í Nýju Dehli og í Tókýó er gerð tillaga um að staða varamanns sendiherra verði lögð niður. Að auki er lagt til að sendiskrifstofur skili 30 milljón króna hagræðingu í rekstri.

Kristín Árnadóttir fær titil sendiherra og mun verða skrifstofustjóri stjórnunarskrifstofu í utanríkisþjónustunni. Með þessu á styrkja ráðuneytisins sjálfs.

Ingibjörg Sólrún sagði, að markmiðið sé að reyna að styrkja ráðuneytið sjálft. Mönnum hættir til að horfa á sendiráðin og ákveðna pósta í utanríkisþjónustunni. Mikilvægt við þær aðstæður sem Íslendingar búa við nú að endurvinna traust og orðspor Íslands í útlöndum.  Það sem við gerum hér heima hefur áhrif út í heimi. Við þurfum á vinum og bandamönnum að halda, sagði Ingibjörg Sólrún á blaðamannafundi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...