Formaður SA: Þurfum skipstjórn sem segir okkur hvert við stefnum

Þór Sigfússon
Þór Sigfússon Sverrir Vilhelmsson

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði á fundi samtakanna í morgun að þjóðin þyrfti skipstjórn sem segði okkur hvert við stefndum. Sagði hann alla umræðu um framtíðina vera snúna um þessar mundir. Rykið væri ekki sest og við stæðum öll á öndinni.

„Þessu var lýst fyrir mér um daginn eins og við værum barnmörg fjölskylda þar sem elsti bróðirinn hefði veðsett húsið okkar og nú væri allt í kaldakoli. Við krakkarnir erum rekin inn í herbergi að sofa en mamma og pabbi eru frammi í stofu að reyna að finna leiðir út úr vandanum. Svo festum við ekki svefn, gægjumst fram en heyrum lítið sem ekkert," sagði Þór.

Hann sagði að í svo alvarlegri kreppu væru sumir enn undrandi, aðrir óttuðust stöðuna og enn aðrir væru reiðir. Þjóðin sem heild færi ekki strax í uppbyggingarfasann en við gætum og ættum að hefja undirbúning að því. Forsenda þess væri þó sú að menn töluðu meira saman og töluðu sama tungumál.

„Halldór Laxness sagði einhverju sinni að þegar Íslendingar heyra rök þá setji þá hljóða! Nú þurfum við að heyra öll rök og skýringar á mannamáli. Við þurfum svör. Og við þurfum skipstjórn sem segir okkur hvert við stefnum. Það heyrist alltof oft að ríkisstjórnin sé svo upptekin við að leysa aðsteðjandi vanda að það er enginn tími til þess að hugsa um framtíðina. Það er verið að gera marga hluti rétt af hálfu stjórnkerfisins og forystan í
björguninni hefur gert margt gott en við vitum ekki hvert við stefnum. Stjórnvöld verða að geta gert hvorutveggja á sama tíma, moka og moka og  segja okkur hvert þau stefna," sagði Þór.

Formaður SA sagði ennfremur að kreppa væri móðir tækifæra og nýsköpunar. Nýta ætti þessa tíma til að hugsa hlutina upp á nýtt. Íslenskt atvinnulíf hefði sýnt og sannað á síðustu vikum hvers megnugt það væri við að hugsa út fyrir rammann og sýna sveigjanleika.

Þór Sigfússon sagði Íslendinga hokna af reynslu í að kljást við áföll, náttúruhamfarir ýmis konar, jarðskjálfta, eldgos og aflabrest. Nú væri komið að fjármálakrísunni og við myndum afgreiða hana.

„Muniði eftir fjölskyldunni sem ég sagði frá þar sem allt var í kaldakoli og börnin send inn í rúm til að foreldrarnir geti rætt um vandamálin. Mér
finnst mamman og pabbinn enn vera inni í stofu og við með hjartað í buxunum inn í rúmi. Nú þurfum við alla framúr og stóran fjölskyldufund
þar sem línan er gefin, masterplanið kynnt og við öll sett í vinnu," sagði Þór að endingu í erindi sínu.

mbl.is

Innlent »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Verði búin blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

 Notendagjöld besti kosturinn

05:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur ýmsar leiðir færar ef ferðamenn eiga að leggja meira til samneyslunnar á Íslandi. „Ef svo er, þá eru ýmsar leiðir færar, svo sem hækkun á virðisaukaskatti, komugjöld eða þjónustu- og notendagjöld ýmiskonar. Sjálfur tel ég það síðastnefnda besta kostinn í stöðunni.“ Meira »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA og NORSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) ...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...