Danir vildu ekki bjarga Íslendingi

Ólafur Harðarson.
Ólafur Harðarson.

Ólafur Harðarson hefur í áratugi stundað sjómennsku og marga fjöruna sopið. Lýsingar hans af því þegar hann strandaði bát sínum við Danmörku fyrir skömmu slá þó öllu við.

Þegar Ólafur strandaði bát sínum við Randers á Jótlandi hélt hann að ekki væri spurt um þjóðerni þegar menn lentu í sjávarháska. Sú skoðun átti eftir að breytast því framkoma danskra við hann var með ólíkindum. Var hann skilinn eftir kaldur og blautur og matar- og vatnslaus eftir að honum hafði verið tilkynnt að danska ríkið hefði tekið bátinn þar sem hann stóð.

Hann sagðist ekki hafa verið í beinni lífshættu á strandstað fyrr en honum tókst að losa bátum eftir tvo sólarhringa. Þá komu menn frá dönsku strandgæslunni og heimtuðu að hann sigldi bátnum aftur í strand en þegar hann neitaði tók Dani við stjórninni. Þjösnaðist hann þannig á vélinni að Ólafur hélt að hún myndi hrynja. Lauk hann siglingunni með því að sigla, viljandi að mati Ólafs, með það miklum hraða á bryggjuna þegar þeir komu í höfn, að stefnisperan skemmdist.

„Ég veit hvað þeim gekk til og ég hélt að mönnum í sjávarháska væri alltaf bjargað án skilyrða,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nokkuð er um liðið síðan þetta gerðist en Ólafur segist rétt vera að ná sér eftir þessa lífsreynslu og fyrr hafi hann ekki verið tilbúinn að greina frá henni.

Ólafur bjó í Vestmannaeyjum með hléum frá 1976 til 1998 að hann flutti til Noregs þar sem hann hefur búið síðan. Í haust keypti hann sér 11 metra plastbát í Eyjum sem fara átti til Danmerkur með Samskipum. Þaðan ætlaði að hann vera í samfloti með öðrum Íslendingi til Noregs. Það gekk ekki eftir því fyrir misskilning lenti bátur Ólafs í Svíþjóð og þegar hann loks fékk bátinn var félaginn farinn.

Hressilegur hvellur og báturinn í strand

Þetta kostaði miklar tafir og var hann orðinn hátt í tveimur vikum á eftir upphaflegri áætlun þegar hann lagði upp frá Grena föstudaginn 24. október sl. Sigldi hann áleiðis í Limafjörðinn þar sem hann ætlaði að hvíla sig. „Það gekk allt að óskum þar til að hann gerði allt í einu hressilegan hvell. Það gekk stöðugt yfir bátinn og ákvað ég að fara inn til Randers sem er rétt sunnan við Limafjörð. Það var erfitt að rekja sig eftir baujunum og allt í einu sigldi báturinn í strand og stóð fastur. Seinna komst ég að því að ljós vantaði á tvær baujur og að mikill straumur er á þessu slóðum sem var sennilega orsökin fyrir því að ég strandaði.“

 Báturinn var pikkfastur, hallaði um tólf til fimmtán gráður en Ólafur taldi sig ekki í bráðri hættu, lendingin hafði verið mjúk á sandbotninum. „Ég ákvað að bíða það sem eftir var nætur en dvölin um borð var ömurleg. Það pusaði stöðugt yfir bátinn og ég bæði blautur og kaldur.“

Strax þegar birti var stöðugur straumur báta og skipa framhjá bátnum og Ólafur sá að hann var strand um 400 m frá höfninni í Randers. „Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég var með íslenska fánann uppi að flestar trillurnar sigldu fram hjá. Sumar stoppuðu þó og einn bauðst til að kippa í mig en vildi fá 5.000 krónur danskar staðgreitt fyrir. Þegar ég benti honum á að ég væri ekki með hraðbanka um borð fór hann í burtu,“ sagði Ólafur og fannst lítið til um viðmót Dananna en það átti bara eftir að versna.

Hélt að hjálpin væri komin

Skömmu seinna kom bátur frá dönsku strandgæslunni og frá honum komu fjórir karlar og þar af tveir lögreglumenn á tuðru. „Þeir höfðu mestar áhyggjur af olíumengun en ég benti þeim á að þeir þyrftu engar áhyggjur að hafa af því . Ég hélt að þarna væri ég að fá hjálp en sá sem var í sambandi við mig frá gæslubátnum gargaði á mig, ýmist á dönsku eða ensku og hlustaði ekki á það þegar ég bað hann um að tala hægar. Bað ég þá um túlk og að komast í samband við íslenska sendiráðið. Það var ekki hlustað á það frekar en annað sem ég bað um. Meðal annars bað ég um að fá mat og vatn en það eina sem þeir gerðu var að skikka mig til að skrifa undir skjal um að danska ríkið hefði yfirtekið bátinn.“

Að svo búnu fóru þeir í burtu og skildu Ólaf eftir á strandstað án nokkurra skýringa og ekki sýndu þeir nokkra tilburði til að draga hann af strandstað. „Ég spurði hvort þeir ætluðu ekki að draga mig út og sýndi þeim að ég ætti spotta. Þá var mér bent á að tala við danska ríkið hvernig sem ég átti svo sem að hafa samband við það,“ sagði Ólafur og hló. „Ég lét lögreglumennina og stýrimanninn á skipinu vita að ég væri bæði matar- og vatnslaus en þeir stukku bara um borð í tuðruna og í gæsluskipið og í land.“

Ömurleg nótt

Allan laugardaginn beið Ólafur og nóttin á eftir var ömurleg. „Ég var bara í glugganum þessa helgi,“ sagði Ólafur og hló. „En mér leið mjög illa. Ég reyndi að sofna en báturinn valt stöðugt og sjórinn lamdi á honum þannig að það var bara ekki hægt. Mér voru allar bjargir bannaðar.“

 Þarna fór Ólafur að velta fyrir sér ástæðunni fyrir þessari framkomu. „Þeir voru svo ruddalegir og skætingurinn var eins og þeir hefðu átt bréf í Glitni,“ sagði Ólafur og enn átti framkoman eftir að versna og verða óskiljanlegri.

 Á sunnudeginum sá Ólafur merki þess að flóðhæð væri að aukast, ræsti vélina og fór að mjaka bátnum fram og aftur. Eftir fjóra tíma var hann laus. „Mín fyrsta hugsun var að komast út á frían sjó en eftir tíu mínútur er hringt í mig og á ruddalegan hátt er ég spurður að því hvað ég sé að gera á bát sem sé í eigu danska ríkisins. Gekk sá sem hringdi svo langt að heimta að ég strandaði bátnum aftur. Ég neitaði að sjálfsögðu og setti stefnuna á höfnina. Þá kom lóðsbátur æðandi og stökk einn úr honum yfir til mín. Þá fyrst var ég í hættu. Hann tók við stjórninni og þjösnaðist þannig á vélinni að ég hélt að hún myndi springa og hann endaði á að keyra á bryggjuna af slíku afli að stefnisperan skemmdist.“

Það gekk loks alveg yfir Ólaf þegar danskir heimtuðu borgun fyrir en þá benti hann þeim á að formlega væri báturinn eign danska ríkisins. Á bryggjunni biðu tveir lögreglumenn og þeir voru fyrstu Danirnir sem sýndu honum bærilega kurteisi. Voru þeir m.a. gáttaðir á að Ólafur skildi ekki hafa fengið mat því ósk um það hafði verið komið á framfæri. „Þeir gáfu mér köku og hálfa vatnsflösku sem var það fyrsta sem ég hafði fengið síðan á föstudeginum. Um kvöldið fór ég á veitingastað en ástandið var þannig að ég kom engu niður.“

Laus allra mála?

Á mánudeginum hafði Ólafur í ýmsu að snúast. Maður frá hinu opinbera kom og tók út bátinn og tekið var viðtal við hann af staðarblaðinu í Randnes. Einnig kom bréf frá íslenskum stjórnvöldum um að báturinn heyrði undir íslenska lög. Þar með var hann laus allra mála. „En þar sem ég stóð á léttu bryggjuspjalli við tvo karla sé ég hvar lóðsbáturinn fer á fullri ferð út úr höfninni. Seinna frétti ég að hann hefði farið að hirða upp tvo menn sem höfðu lent í sjónum þegar þeir voru að skipta um perur í baujum. Þar var komin skýring á strandinu en ég var ekkert látinn vita af því en mennirnir náðust heilir á húfi. “

Eftir nokkurt pappírsþref var báturinn aftur kominn undir íslenska lögsögu og frelsinu feginn fékk Ólafur leyfi til að sigla á brott. Á þriðjudeginum forðaði Ólafur sér frá Randnes. Fór hann til Skagen þar sem gert var við bátinn og hann hvíldi sig í þrjá daga áður en hann hélt til Noregs.

 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en á þriðjudeginum hvað ég var illa farinn. Þá var ég kominn inn á gistiheimili í Skagen. Þegar ég skolaði framan sá ég sjálfan mig varla í speglinum svo mikið var saltið sem skolaðist af mér. Líka drakk ég einhver ósköp af vatni án þess að þurfa á skila því af mér.“

Þegar Morgunblaðið ræddi við hann símleiðis sagði hann kankvís að kannski væri vissara að upplýsa ekki hvar hann væri. „Maður veit aldrei hverju Danirnir taka upp á. Annars er mér ekki illa við þá og ég hef ekkert gert þeim. En hefur ekki eitthvað klikkað þegar þeim finnst ekki einu sinni taka því að bjarga okkur Íslendingum úr sjávarháska? Ég er með tillögu um að hann nafni minn veiti strandgæslunni í Randnes Fálkaorðuna. Það mætti henda henni um borð í Vædderen við tækifæri. En án gríns, ég get ómögulega skilið þessa framkomu,“ sagði Ólafur Harðarson að endingu.

 
„Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég ...
„Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég var með íslenska fánann uppi að flestar trillurnar sigldu fram hjá,“ segir Ólafur Harðarson um danska starfsbræður sem sigldu framhjá þar sem hann sat strand.
Varðskipsmenn í gúmmíbáti.
Varðskipsmenn í gúmmíbáti.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...