Guðni vill skoða ESB-aðild

mbl.is/Kristinn

Formaður Framsóknarflokksins segir ekki lengur hægt að útiloka ESB-aðild. Vera kunni að Íslendingar hafi ekki annan valkost en að hefja aðildarviðræður og upptöku evru. Hann vilji því ekki lengur fyrirfram útiloka skoðun á ESB-aðild, sé vilji til þess í flokknum. „Í því ástandi sem nú er uppi í landinu megum við ekki njörva okkur föst í afstöðu sem var góð og gild áður en allt hrundi,“ sagði Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í morgun.

Guðni fór yfir aðdraganda bankahrunsins og aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnin harkalega og sagði samstöðuleysi einkennandi þar á bæ. Ríkisstjórnin hefði verið aðgerðarlaus og ábyrgðarlaus í aðdraganda bankahrunsins. Þrátt fyrir ítrekuð viðvörunarorð hefði ríkisstjórnin lokað augunum fyrir aðsteðjandi vanda. Þá hefði vörn ríkisstjórnarinnar verið vanmáttug þegar Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Íslandi og allar þjóðir heimsins lokuðu í kjölfarið hurðum sínum og skúffum.

„Þeir beittu okkur lögum sem eru fáheyrð og eiga sér engin fordæmi. Vopnalaus, friðelskandi lítil þjóð stóð eftir rúin trausti. Nú liggur það fyrir að 27 ríki ESB meina okkur aðgang að dómstóli þó að samningurinn um EES staðfesti að Icesave innistæðurnar séu samkvæmt samningi og lögum um EES. Bretar koma því miður sínum vilja fram í Evrópu. Þetta er kúgun af hálfu Evrópuþjóðanna og vina okkar á Norðurlöndum. Ég virði framgöngu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem segir það sem ríkisstjórninni bar að segja við þessar aðstæður. Enn fremur er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn misnotaður í þeim tilgangi að misbjóða sínum grundvallarsjónarmiðum. Varnarlausir skulum við yfirtaka skuldbindingar umfram lög og samninga. Í landhelgisstríðunum áttum við hugdjarfa forystumenn, nú er öldin önnur. Ég hef aldrei séð aumari vörn og það vekur undrun margra manna um víða veröld. Öll spjót standa á okkur segir forsætisráðherra. Hvar er atgeirinn Geir H. Haarde?,“ spurði formaður Framsóknarflokksins.

Í drögum að ályktun sem liggur fyrir miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins segir að marka þurfi nýja stefnu í gjaldmiðilsmálum. Guðni segir að einhliða upptaka evru, í andstöðu við ESB, líkt og margir tala um í dag, þýddi að Ísland yrði áfram í vondum málum í Evrópu. Ísland þurfi að ávinna sér traust og fá heiðarleikastimpil í samfélagi þjóðanna á ný.

„Það er aftur á móti viðurkennt að við gætum tekið upp dollar en ég ætla ekki hér að fullyrða að það sé skynsamlegt eða henti íslensku atvinnulífi. Margir hér og í þjóðfélaginu vilja nú íhuga enn frekar evru og ESB leið. Sjálfstæðisflokkurinn er 7 árum á eftir okkur í vinnu í kringum hugsanlega Evrópusambandsaðild. Sú vinna sem nú fer þar í hönd mun reyna á Sjálfstæðisflokkinn, þeir klofna jafnvel bæði langsum og þversum.

Guðni segir ljóst að mikið vantraust ríki á íslensku krónunni og sú staða kunni að vera uppi nú að Íslendingar hafi ekki annan valkost en að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu, gengisstöðugleikasamning veið evrópska seðlabankann og í framhaldinu upptöku evru sem gjaldmiðils.

„Þekkt er að ég hef haft efasemdir í málinu sem meðal annars rísa af sjálfstæðishyggju ungs lýðræðis og frelsisþrá þjóðar sem var öldum saman undir erlendu valdi. Hins vegar vil ég ekki lengur fyrirfram útiloka skoðun á þessum valkosti, jafnvel með viðræðum, sé vilji til þess í flokknum. Í því ástandi sem nú er uppi í landinu megum við ekki njörva okkur föst í afstöðu sem var góð og gild áður en allt hrundi,“ sagði Guðni Ágústsson.

Guðni segir krónuna aónýta. Jafnvel þó Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í 30% í stað 18%, þá hefði enginn gjaldeyrir komið inn í landið.

„Ísland býr við vantraust, það þorir enginn að koma um sinn með peninga sína inn í land sem gengið hefur í gegnum slíkar hremmingar. Margir hagfræðingar óttast leið gjaldeyrissjóðsins. Henni muni fylgja okurvextir, valdaframsal ríkisvalds og sveitarfélaga. Sjúklingurinn verði lagður á gjörgæslu í 5 ár með óbærilegri lyfjagjöf og vonleysi, viðvarandi atvinnuleysi verði þjóðarböl. Sú leið kann að vera skárri að keyra stýrivexti strax í 5%, taka ekkert erlent lán og leyfa um sinn genginu að falla. Ekkert er verra en gamaldags höft og skömmtun á gjaldeyri. Þess vegna verður að vega og meta öll rök áður en gengið er að skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“

Guðni sagði nauðsynlegt að hefja hér framleiðslustefnu, auka veiðar úr sjó, ráðast í stórframkvæmdir sem eru fyrirliggjandiefla menntun og framkvæmdir á sviði nýsköpunar og hugvits, en ekki síður að nýta þann hæfilekaríka mannauð sem býr í fólkinu í landinu með öflugum stuðningi við lífvænleg sprotafyrirtæki.

Guðni segir tilgangslaust að tala um nýtt Ísland og uppbyggingarstarf eftir bankahrun nema allt verði undir í þeirri víðtæku rannsókn sem fyrirhuguð er.

„Við viljum sannleikann upp á borðið. Brást Alþingi, brugðust ráðherrar og ráðuneyti fyrir og eftir stjórnarskipti? Brást Seðlabanki, brást Fjármálaeftirlitið? Nýtt Ísland rís ekki í sátt nema sannleikurinn komi fram. Alþingi ber að styrkja, aðskilja verður sem fyrst löggjafar- og framkvæmdavaldið. Sterkara Alþingi hefði hugsanlega komið í veg fyrir þennan hrunadans.“

Guðni sagðist telja að þjóðstjórn kæmi enn til greina. Vandinn væri  risavaxinn en þá aðeins að 3 til 4 ráðherrar yrðu kallaðir inn í þá stjórn, utan stjórnmálaflokkanna til að skapa sátt í ljósi þess að stjórnmálamenn hefðu misst tiltrú um sinn. Kosningar færu svo fram innan árs.

mbl.is

Innlent »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

Í gær, 16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

Í gær, 16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Í gær, 16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

Í gær, 15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...