Útgáfa á bókum Laxness í hættu

Halldór Laxness.
Halldór Laxness.

Forlaginu hefur ekki enn tekist að selja útgáfuréttinn að verkum Halldórs Laxness og hefur því ekki náð að uppfylla skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir samruna JPV og bókahluta Eddu.

Þrátt fyrir að rétturinn hafi víða verið auglýstur til sölu hafa engin tilboð borist, og að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá Forlaginu er ástæðan sú að enginn annar útgefandi á Íslandi hefur bolmagn til að kaupa réttinn og fylgja honum eftir í kjölfarið.

Samningur Forlagsins og erfingja Halldórs er runninn út, og samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er óheimilt að endurnýja hann. „Þannig að höfundarverk skáldsins er í mikilli hættu ef vanræksla þessara þátta verður langvarandi,“ segir Jóhann Páll.

Þá segir hann að eins og er sé ekki hægt að stuðla að útbreiðslu verka skáldsins fyrir bókastefnuna í Frankfurt árið 2011, þar sem Ísland verður í brennidepli. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »