Eygló næst á lista

Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir

Alþingi gat nú síðdegis ekki staðfest að Eygló Þóra Harðardóttir taki sæti á Alþingi í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku. Eygló Þóra er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi. Mbl.is hefur ekki náð sambandi við Eygló.

Eygló Þóra Harðardóttir sat í fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar og var annar varaþingmaður flokksins í kjördæminu.  Guðni var í 1. sæti, Bjarni Harðarson í 2. sæti og Helga Sigrún Harðardóttir í því þriðja. Sem kunnugt er sagði Bjarni Harðarson af sér þingmennsku í síðustu viku. Þá tók Helga Sigrún sæti á Alþingi. Í 5. sæti listans var Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri á Selfossi og í 6. sæti Lilja Hrund Harðardóttir búfræðingur á Höfn.  

Eygló Þóra er fædd 1972. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands á Selfossi. Eygló er ritari Landssambands framsóknarkvenna. Hún stundar meistaranám við Háskóla Íslands í markaðsfræðum og alþjóðasamskiptum. Hún lauk Phil. cand. prófi frá Stokkhólmsháskóla í listasögu og viðskiptafræði. Hún er gift og á tvær dætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert