Hefur gaman af uppbyggingarstarfi

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, ætlar að taka sæti á Alþingi. Hún segir að ákvörðun Guðna Ágústssonar um að segja af sér þingmennsku hafi komið sér mjög á óvart. Hún frétti af afsögn hans um svipað leyti og aðrir landsmenn.

„Ég á eftir að ganga frá mínum málum, en það fylgir mikil ábyrgð því að gefa kost á sér til Alþingis. Maður verður að uppfylla sínar skyldur,“ sagði Eygló. Hún settist tímabundið á Alþingi sem varamaður Guðna Ágústssonar á síðasta kjörtímabili. En hvernig leggst það í hana að setjast á Alþingi nú?

„Þetta eru mjög erfiðir tímar. Ég held að íslenskt samfélag sé á vissan hátt að byrja á byrjunarreit. Mér hefur alltaf þótt gaman að taka þátt í uppbyggingarstarfi. Ég sé ekki annað en að það sé framundan, bæði hvað þjóðina varðar og fyrir Framsóknarflokkinn,“ sagði Eygló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert