Innflutningur hvalkjöts til Japan heimilaður í september

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/ÞÖK

Íslendingar gætu þurft að hætta hvalveiðum, gangi þeir í Evrópusambandið (ESB), að mati Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann sagði þetta í viðtali við japönsku fréttastofuna Kyodo og benti í þvi sambandi á að ESB hafi tekið afstöðu gegn hvalveiðum.

Þá segir í fréttinni að ráðherrann vonist til þess að það greiðist úr hindrunum fyrir innflutningi á hvalkjöti frá Íslandi til Japan. Þar mun ráðherrann hafa átt við útflutning á hvalkjöti héðan til Japan í júní síðastliðnum sem lenti í innflutningstöfum. Vegna þessara vandræða hafa menn spurt sig hvort hægt sé að flytja hvalkjöt frá Íslandi á Japansmarkað, að sögn ráðherrans. Hann bætti því við að unnið sé að lausn málsins hér og í Japan.

Í fréttinni kemur fram að ráðuneyti efnahagsmála, verslunar og iðnaðar í Japan hafi heimilað innflutning hvalkjöts í september. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert