BT verslanir undir hatt Haga

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. mbl.is/Brynjar Gauti

Hagar hafa keypt bitastæða hluta úr þrotabúi BT raftækjaverslananna. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Haga, segir að lager BT og vörumerkið hafi verið keypt, auk þess sem Hagar hafi skuldbundið sig til að halda 40 starfsmönnum verslananna. Fyrirtækið BT hafi þannig ekki verið keypt, heldur bitastæðir hlutar úr þrotabúi þess.

Hann segir að vörumerkinu verði haldið við, en óvíst sé hvort félagið starfi áfram í óbreyttri mynd að öðru leyti, svo sem hvort það verður áfram í sama húsnæði eða ekki. Einhverjar verslanir muni ekki verða opnaðar aftur  en þeim var lokað í byrjun nóvember. Hagar hafa hingað til verið í samkeppni við BT en verið fremur litlir á sviði raftækja- og tölvuleikjasölu og kveður Finnur einhverja möguleika á samlegð við starfsemi Haga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert