Óhætt að skjóta hvítabirni?

Sérfræðingahópur sem umhverfisráðherra skipaði kemst að þeirri niðurstöðu að engin stofnstærðarrök hnígi að því að ekki beri að skjóta hvítabirni sem ber á land þegar nauðsyn krefji. Niðurstaðan vekur athygli í ljósi umræðunnar um að birnirnir séu í útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinga, þar sem bráðnunin ógni heimkynnum þeirra, ísbreiðum norðursins.

Er skemmst að minnast þess að Novator, fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Guðmundssonar, bauðst til að kosta björgun hvítabjarnar sem gekk á land í Skagafirði í júníbyrjun.

Eftir að birnan var felld sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra döpur yfir því hvernig fór fyrir dýrinu. „Allt sem hægt var að gera til að bjarga dýrinu var reynt. Allt þurfti að ganga upp og auk þess þurftum við að vera heppin. Því miður vorum við ekki nógu heppin.“

Þórunn skipaði síðan starfshóp sem fór yfir aðgerðirnar en honum var jafnframt ætlað að móta áætlun sem beitt yrði ef fleiri birnir gengu á land í framtíðinni.

„Ef tekst að tryggja vettvang og aðstæður eru hentugar þá er það mín skoðun að það eigi að reyna að fanga hvítabirni sem hingað koma lifandi. Það verður þó alltaf að meta hvert tilfelli fyrir sig. Það er líka mín skoðun að við verðum að eiga réttu tækin hér á landi og kunnáttu við að nota þau. Það verður hluti af vinnu starfshópsins að móta tillögur um slíkt,“ sagði Þórunn um afstöðu sína þá.

Niðurstöður hópsins setja spurningamerki við hvort bjarga beri hvítabjörnum í framtíðinni. 

Niðurstaða sérfæðingahópsins, sem í áttu sæti Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir fyrir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi og Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn í Skagafirði, auk Karls Karlssonar, dýralæknis hjá Umhverfisstofnun, sem gegndi stöðu ritara, var svohljóðandi:

„Hvítabirnir eru á svonefndum rauða lista IUCN (alþjóða náttúruverndarsamtökin) yfir dýr í yfirvofandi hættu (e: vulnerable) og hafa nýlega verið skráð sem ógnað (e: threatened) í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þrátt fyrir þetta styður hvítabjarnaráð IUCN (International Union for Concervation of Nature) sjálfbæra nýtingu á öllum 19 stofnum hvítabjarna eins og t.d. á Grænlandi. Um 800 dýr eru felld árlega og helmingur þeirra í Kanada (1990-2000 var árleg meðalveiði í Kanada 462 dýr, þ.a. 67 af sportveiðimönnum; Freeman & Wenzel 2006). Árlegur veiðikvóti dýra úr stofni hvítabjarna á Austur Grænlandi er 50-54 dýr fyrir árin 2007-2009 en nýlega juku grænlensk yfirvöld veiðikvóta fyrir árið 2008 um 10 dýr (E.W. Born, tölvupóstur til Hjalta J. Guðmundssonar, dags. 2. september 2008).“

„Niðurstöður sérfræðinga sem starfshópurinn leitaði til var mjög samhljóma. Eins og fram hefur komið styður Hvítabjarnaráð IUCN sjálfbæra nýtingu á öllum stofnum hvítabjarna og gerir því ekki athugasemdir við að dýrin sem komu hingað til lands hafi verið felld.“

„Síðast en ekki síst, að eins og staðan er árið 2008 eru engin haldbær stofnstærðarrök fyrir björgun einstakra hvítabjarna sem koma til Íslands. Hvítabirnir eru nýttir með sjálfbærum hætti við Grænland og í Kanada þ.e. veiddir af innfæddum, en þau dýr sem hingað koma eru líkast til úr Austur-grænlenska stofninum. Einnig má benda á að ástand hvítabjarna sem koma til landsins virðist vera nokkuð slæmt en skal skoðast í ljósi þess að þekkt er hjá þessum dýrum að vera fæðulítil og lifa á fituforða svo mánuðum skipti.“

„Það var álit vísindamanna á sviði hvítabjarnarrannsókna að engin stofnstærðarrök séu fyrir björgun hvítabjarna sem villast til Íslands. Í Austur-grænlenska stofninum eru að lágmarki 2000 dýr og telur Christian Sonne, helsti sérfræðingur Dana um hvítabirni á Grænlandi, að það skipti engu máli fyrir stofninn þótt nokkur dýr væru felld hér á landi. Undir þetta tekur IUCN hvítabjarnaráðið eins og fram hefur komið hér að framan enda er gefinn út árlegur veiðikvóti á hvítabirni við Austur-Grænland.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar

15:47 Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um þrjú prósent frá síðustu mælingum, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maímánuði. Meira »

„Erfiðasta ætt flugna að rannsaka“

15:45 „Þetta er erfiðasta ætt flugna að rannsaka,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, um lúsmý. Hann er sannfærður um að lúsmý sé ekki nýr landnemi á Íslandi og telur það hafa verið hér að minnsta kosti í nokkra áratugi. Meira »

Isavia engar skýringar fengið

15:28 Engar skýringar hafa borist til Isavia um það af hverju skandinavíska flugfélagið SAS aflýsti flugferðum sínum til og frá landinu í dag. Þetta segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

120 milljónir í endurnýjun leiksvæða

15:21 Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að bjóða út framkvæmdir vegna sex opinna leiksvæða í Grafarvogi og Vesturbæ. Um er að ræða endurgerð leiksvæða við Berjarima, Flétturima, Hrísrima, Frostaskjól, Granaskjól og Öldugötu. Meira »

Cyclothon hefst í sjöunda sinn

15:15 Rúmlega 570 keppendur hafa skráð sig til þátttöku í stærstu götuhjólreiðakeppni landsins, WOW Cyclothon, sem hefst annað kvöld þegar einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki leggja af stað frá Egilshöll. Meira »

34% styðja orkupakkann - 46% andvígir

14:56 Þeim fjölgar um fjögur prósentustig sem styðja innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, að því er fram kemur á vef MMR. Stuðningur við orkupakkann mælist nú 34% miðað við 30% í síðustu könnun. Meira »

Skjálfti af stærðinni 4,1 í Bárðarbungu

14:50 Þrír jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust í Bárðarbungu á milli klukkan 13 og 14 í dag, sá stærsti 4,1 að stærð samkvæmt mælingum á vef Veðurstofu Íslands. Hann reið yfir kl. 13:55. Meira »

Opnuðu nýja verslun í Árneshreppi

14:44 Verslun Verzlunarfjelags Árneshrepps á Ströndum var opnuð í dag af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fékk Verzlunarfjelagið verkefnastyrk á grundvelli byggðaráætlunar, en styrkir sem slíkir eru veittir til að efla verslun í strjálbýli. Meira »

Ákærður fyrir að ýta lögreglumanni

14:34 Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en honum er gefið að sök að hafa ýtt lögreglumanni á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Reykjavík í lok júlí í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Meðferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi

13:48 Skrifað var undir samstarfssamning félagsmálaráðuneytisins og Heimilisfriðar í dag. Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur skrifuðu undir samninginn. Meira »

„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin“

13:42 Landvernd segir kæru landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vera til marks um ófagleg vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og Árneshreppur hafa viðhaft í tengslum við Hvalárvirkjun. Eru lífeyrissjóðirnir hvattir til að grípa í taumana, en HS Orka er í eigu þeirra. Meira »

Fagnar lífsmarki FME

13:37 „Ég undrast þennan mikla viðbragðshraða miðað við margt annað sem hefur verið í gangi í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar ákvörðun VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Stefnt að því að skattleggja óhollustu

13:36 Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlun embættis landlæknis til þess að draga úr sykurneyslu landsmanna. Embættið leggur til auknar álögur á sykurríka óhollustu og lægri álögur á grænmeti og ávexti. Meira »

„Leitar þú að banka?“

13:13 Skilti hefur verið komið upp í anddyri Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem tekið er skilmerkilega fram á enskri tungu að næsta banka megi finna aðeins neðar í Austurstræti. Þetta er gert til þess að fækka óþarfa afgreiðslum starfsmanna dómstólsins. Meira »

Húsbíll brann í Borgarfirði

12:39 Eldur kom upp í húsbíl sem stóð kyrrstæður við þjóðveg 1 í Borgarfirði, nánar tiltekið nærri Galtarholti, núna laust fyrir hádegi. Slökkvilið Borgarbyggðar kom á vettvang og slökkti eldinn. Meira »

Strandaglópur vegna SAS

12:08 Íslandsmeistari í áhaldafimleikum var „aldeilis mættur“ á Keflavíkurflugvöll í morgun þegar hann fékk að vita að ekki yrði flogið. Þetta setur í uppnám ferðalag hans á heimsmeistaramót í Ungverjalandi. Meira »

Gjafakort líklega tapað fé

12:02 Erfitt er að fá eitthvað greitt upp í inneignanótur eða gjafakort frá Tölvuteki sé rekstrarstöðvun félagsins sökum gjaldþrots. „Við höfum í gegnum tíðina varað við gjafakortum einmitt út af þessu. Frekar að gefa peninga eða seðla,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Meira »

Stuðningur við borgarlínu aldrei meiri

11:40 54% landsmanna eru hlynntir borgarlínu en 22% eru andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir borgarlínu en nú frá því að Maskína hóf mælingar í byrjun árs 2018. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

11:25 Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...