Hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum fellt niður

Reuters

Stjórnvöld hafa fellt niður hámark á innihaldi koffíns í drykkjarvörum, en íblöndun koffíns í önnur matvæli er þó áfram óheimil. Að sögn Matvælastofnunar sýnir neyslukönnun að meðalneysla koffíns á Íslandi er undir viðmiðunarmörkum, þó neyti ákveðinn hluti viðkvæmra hópa meira en æskilegt er.

Ákvæði um hámark koffíns í drykkjarvörum var fellt niður í september   í breytingu á reglugerð um bragðefni í matvælum. Hámarkið var áður 150 mg á lítra í drykkjarvörum. Koffín er helst að finna í svokölluðum orkudrykkjum sem njóta nokkurra vinsælda. Viðkvæmir hópar fyrir koffíni eru börn og þungaðar konur.

Neyslukönnun hefur leitt í ljós að ákveðinn hluti 15-19 ára barna og barnshafandi kvenna neyta meira af koffíni en æskilegt er talið. Nokkrar matvælastofnanir í Evrópu hafa varað neitendur við samneyslu orkudrykkja og áfengis ásamt því að leggja stund á líkamsrækt.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina